Fréttir

Námsmaraþon

Nemendur í 8. og 9. bekk eru að safna fyrir Danmerkurferðalagi sem þeir stefna á vorið 2023.
Lesa meira

Lokaverk Dear you verkefnisinis

Seyðisfjarðarskóli tekur þátt í verkefni sem heitir Dear you en markmið þess er að tengja saman nemendur frá mismunandi löndum í gegnum list.
Lesa meira

Sætabrauðsdrengurinn

Skemmtilegur dagur var hjá okkur í 1. bekk í gær þar sem nemendur hlustuðu á söguna um Sætabrauðskarlinn. Síðan var þeim skipt í hópa og þau bjuggu til brúður og léku söguna í litla brúðuleikhúsinu okkar við mikinn fögnuð áhorfenda.
Lesa meira

Laufabrauðsútskurður

Árlegur laufabrauðsútskurður var í morgun og sá unglingadeildinum það með dyggri hjálp Kela og Lukku.
Lesa meira

Samspil

Nú er tveggja vikna samspilssmiðju á vegum Listadeildar nýlokið og héldu nemendur smiðjunnar tónleika í bíósal Herðubreiðar þann 13. desember. Flutt var frumsamið efni sem nemendur unnu að í sameiningu. Við þökkum kennaranum, Guðrúnu Veturliðadóttur, og öllum þátttakendum fyrir flotta tónleika.
Lesa meira

Jólapóstkassar

Nemendur leggja ætíð metnað í að gera flotta póstkassa fyrir jólakortin frá samnemendum. Hér sjáum við kassa ársins 2021.
Lesa meira

Unglingadeild með frumsamdar barnabækur

Nemendur á unglingastigi hafa síðastliðnar vikur verið að skrifa barnasögur og myndskreyta þær. Í dag lásu nemendur í 10. bekk sögurnar Prumparnir bjarga jólunum (e. Jóhann Elí & Val) og Jólahundurinn (e. Eirikki Sól). Nemendur í 8. og 9. bekk lásu sínar sögur fyrir börnin af Dvergasteini, elstu deild leikskólan, á bókasafninu.
Lesa meira

Vinabekkir

Við byrjuðum morguninn í grunnskólanum á vinabekkjahittingum. 1. bekkur bauð 6. bekk að setja saman legó, 7.og 2. bekkur lituðu og perluðu, 8. bekkur bauð 3. bekk í spilastund, 4. og 9. bekkur spiluðu og tefldu, 10. bekkur bauð 5. bekk að horfa á vídeó með sér. Eftir áramótin munu þessar heimsóknir síðan halda áfram og bekkirnir skiptast á að bjóða heim.
Lesa meira

Gamli skóli settur í jólafötin

2. desember komu nemendur og starfsfólk saman eftir skólatíma til að skreyta skólann. Gamalt og nýtt skraut var hengt í glugga og á veggi og seríur lýsa nú upp húsið. Þá var boðið upp á kakó og piparkökur.
Lesa meira

Dásamlegur desember

Í dag 1. desember, fullveldisdaginn, er fínufatadagur í Seyðisfjarðarskóla. Einnig fengum við góða heimsókn í fyrsta tíma en Gunnar Helgason, rithöfundur mætti til okkar og las upp bókum sínum.
Lesa meira