Gæði náms og kennslu
Rannsóknar- og þróunarverkefnið Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndupptökum í kennslustundum (SÆG), fór formlega af stað með tveggja daga vinnustofu 12. – 13. ágúst 2024. Samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Sveitarfélagsins Múlaþings. Verkefnið fékk tveggja ára styrk úr Menntarannsóknarsjóði 2024 – 2025.
Meginmarkmið er að þróa leiðir fyrir faglegt nám kennara um gæði kennslu, með notkun myndupptöku úr kennslustundum og markvissum greiningarramma.
Þátttakendur eru samtals 32 sem vinna í þremur teymum að því að þróa og bæta kennslu á mið og unglingastigi í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Í hópnum eru 22 kennarar sem úr 15 grunnskólum, starfsfólk sveitarfélaganna tveggja og fræðafólk á Menntavísindasviði. Stjórnandi verkefnisins er Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið.
Niðurstöður munu leiða í ljós þekkingu á birtingarmyndum góðrar kennslu í náttúrufræði, íslensku og stærðfræði sem þátttakendur munu miðla til skólasamfélagsins.
__________________________________________________________
Þróunarverkefni fyrir foreldra barna í 1. bekk 2020 – 2021
Að efla barnið mitt í lestrarnáminu? - Hvernig á ég að hjálpa barninu mínu í lestrarnáminu?
Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla var þátttakandi í þróunarverkefni skólaárið 2020 – 2021 sem Skólaskrifstofa Austurlands stýrði. Þróunarverkefnið laut að fræðslu og kynningu á læsi, lestrarkennslu og þjálfunarefni í lestri fyrir foreldra nemenda í 1. bekk.
Markmið og inntak verkefnisins er:
Uppeldi til ábyrgðar//uppbygging sjálfsaga
Vorið 2017 fóru stjórnendur, kennarar og starfsfólks alls skólans að viðra þær hugmyndir að gott væri að hafa sameiginlega uppeldis- og agastefnu sem unnið væri eftir í öllum deildum. Þá um haustið var skipaður hópur til að kanna hvaða stefnur væru álitlegar og þann vetur voru nokkrar stefnur skoðaðar í sameiningu og í sérstökum hópi sem fór fyrir þessari vinnu. Eftir að hafa kynnt okkur stefnur og rætt um kosti og galla mismunandi stefna þvert á allar deildir, var ákveðið í öllum starfsmannahópnum að kjósa um hvaða leið við myndum fara. Við kosningu kom í ljós að lang stærstur meirihluti starfsfólks leyst vel á Uppeldi til ábyrgðar, uppyggingu sjálfsaga (e: Restitution) sem er uppeldisstefna mótuð út frá hugmyndum William Glassen um fimm grunnþarfir okkar.
Skólárið 2018-2019 vann starfsfólk sameiginlega mikla undirbúningsvinnu við bæði endurmenntun og áætlanagerð vegna innleiðingar stefnunar. Á skólaárinu 2019-2020 var stefnan kynnt vel fyrir nemendum og kennurum og áherslan á að kenna og læra í samræmi við áherslur stefnunnar. Það þýðir meðal annars að nemendur fóru vel yfir hver hlutverk þeirra eru, við fundum gildi starfsmannahópsins og skólasamfélagsins, nemendur útbjuggu bekkjarsáttmála og lærðu að þekkja styrkleika sína og styrkleika hvers annars enn betur.
. Lesa má nánar um stefnuna á hnapp á forsíðu sem kallaður er Uppeldi til ábyrgðar.
Innleiðing á nýrri skólastefnu
Innleiðing á nýrri skólastefnu sveitarfélagsins og sameiningu skólastiganna á Seyðisfirði er þróunarverkefni sem stendur yfir á árunum 2016-2021. Hægt er að kynna sér verkefnið og helstu áfanga þess undir flipanum Deiglan hér efst á síðunni en fimmára áætlun verkefnisins er að finna undir áætlanir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði skólaárið 2017-2018.
Seyðisfjarðarskóli, allar deildir, tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli en árlega er þáttur tekinn fyrir í skólastarfinu, kannað er hvað vel er gert og hvað betur má fara þegar kemur að velferð nemenda. Verkefnið er úrbótamiðað og fléttast inn í dagleg störf stjórnenda, kennara og nemenda. Sjá nánar við að smella á fyrirsögnina. Verkefni okkar hafa verið styrkt af Lýðheilsusjóði 2017-2018
Bættur námsárangur á Austurlandi
Bættur námsárangur er skólaþróunarverkefni sem miðar að bættum námsarangri nemenda í lestri og stærðfræði á Austurlandi en skólinn skrifaði undir samning þess efnis á vormánuðum ársins 2015 líkt og flestir skólar á Austurlandi. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði.
Til að bæta árangur í læsi og stærðfræði gerum við meða annars eftirfarandi:
Skoða má bækling Skólaskrifstofu Austurlands um verkefnið ef smellt er á fyrirsögnina
Fjölmenning í fámenni
Skólaþróunarverkefni á árunum 2014-2015 sem fól í sér m.a. endurskoðun á stefnu skólans og skólanámskrá og þróun námsmats til samræmis við nýja aðalnámskrá. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði.