Þróunarverkefni

Innleiðing á nýrri skólastefnuÞróunarverkefni

Innleiðing á nýrri skólastefnu sveitarfélagsins og sameiningu skólastiganna á Seyðisfirði er þróunarverkefni sem stendur yfir á árunum 2016-2021. Hægt er að kynna sér verkefnið og helstu áfanga þess undir flipanum Deiglan hér efst á síðunni en fimmára áætlun verkefnisins er að finna undir áætlanir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði skólaárið 2017-2018.

 

Heilsueflandi skóli

Seyðisfjarðarskóli, allar deildir, tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli en árlega er þáttur tekinn fyrir í skólastarfinu, kannað er hvað vel er gert og hvað betur má fara þegar kemur að velsæld nemenda. Verkefnið er úrbótamiðað og flettast inn í daglegt störf stjórnenda, kennara og nemenda. Sjá nánar við að smella á fyrirsögnina. Verkefni okkar hafa verið styrkt af Lýðheilsusjóði 2017-2018

 

Bættur námsárangur á Austurlandi

Bættur námsárangur er skólaþróunarverkefni sem miðar að bættum námsarangri nemenda í lestri og stærðfræði á Austurlandi en skólinn skrifaði undir samning þess efnis á vormánuðum ársins 2015 líkt og flestir skólar á Austurlandi. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði.

Til að bæta árangur í læsi og stærðfræði gerum við meða annars eftirfarandi:

  • Skólinn geri sér áætlun um markmið, viðmið og leiðir í heimanámi,  lestrar- og stærðfræðikennslu og kennarar fara að áætlunum.
  • Foreldrar eru upplýstir um verkefnið og um mikilvægi sitt sem virkir stuðningsaðilar í námi barna sinna.
  • Skimunum er fjölgað svo hægt sé að framkvæma snemmtæka íhlutun ef vart verður við námsörðugleika hjá nemanda. 
  • Íslenskukennsla hjá tvítyngdum nemendum er aukin þar sem þörf er á  m.a. með stuðningi í leik- og grunnskóladeild.
  • Viðhorf til kennslu og náms í öllum greinunum og á öllum skólastigum er rædd í kennarahópnum. Litið er svo á að allir kennarar kenna íslensku og læsi og jafnframt kenna allir stærðfræði (og aðrar greinar)  og skapandi hugsun. Til dæmis með því að vera jákvæðar fyrirmyndir og með því að dýpka hugtakaorðaforða nemenda í daglegu tali og verkum. 
  • Miðað er að samfelldum námsferlum og samræmingu náms frá leikskóla til loka grunnskóla og litið er á nám nemenda sem einn feril frá leikskóla til framhaldsskóla.
  • Endurmenntun kennara miðar að því að þjóna markmiðum okkar um bættan námsárangur.  Í þeim tilgangi er Byrjendalæsi innleitt í grunnskóladeild og farið í verkefnið Orð af Orði á mið og unglingastigi en málörvunarverkefnið Lubbi finnur málbein er innleitt í leikskóladeild. Þessi verkefni eru þáttur í að innleiða fjölbreytta og áhrifaríka kennsluhætti í skólastarfinu.
  • Skólaskrifstofa Austurlands er virk í utanumhaldi og eftirliti með verkefninu og veitir aðstoð eftir þörfum.

Skoða má bækling Skólaskrifstofu Austurlands um verkefnið ef smellt er á fyrirsögnina

 

Fjölmenning í fámenni 

Skólaþróunarverkefni á árunum 2014-2015 sem fól í sér m.a. endurskoðun á stefnu skólans og skólanámskrá og þróun námsmats til samræmis við nýja aðalnámskrá. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði.