Gildi og sáttmálar

Áhersla er lögð á samtal og vinnu með lífsgildi í öllu skólastarfinu. Markmiðið er að nemendur leiði hugann að því hvaða lífsgildi eru þeim mikilvæg og vera þeim innan handar í að móta sér skoðanir á því hvað er mikilvægast fyrir þau sjálf en um leið hvað samræmist hagsmunum heildarinnar. Einstaklingurinn lærir að taka lýðræðislegar ákvarðanir með því að finna jafnvægi á milli frelsis einstaklingsins og hagsmuna heildarinnar.

Nemendur eru hvattir til að líta inn á við með því að velta upp spurningum á borð við hvaða lífsgildi eru mér mikilvægust, hvernig manneskja vil ég vera og hvernig fer ég að því að verða sú manneskja. Við hugum að því hvernig við komum fram við aðra og að við berum ábyrgð á eigin hegðun og ákvörðunum. Afurð þess að fjalla um lífsgildi eru sáttmálar, þar sem nemendur koma sér saman um þau gildi sem lögð eru til grundvallar í samskiptum innan hópsins.

Lesefni og nánari upplýsingar:

Sáttmálar um lífsgildi e. Judy Anderson, þýdd af Álftanesskóla 2004. Sáttmálar um samskipti e. Judy Anderson, þýdd af Magna Hjálmarssyni 2004.

 

Bekkjarsáttmálar í grunnskóladeild