Félagsmiðstöð

Nú fer félagsmiðstöðin Geimstöðin að opna aftur eftir sumarfrí.

Nýr forstöðumaður verður Emil Smári Guðjónsson en hann byrjar hjá okkur 1. janúar. Í haust mun því Dagný halda utan um skipulagninguna.

Opnanir í vetur verða fyrir unglingastig á mánudögum og föstudögum kl. 19:30-22:00 og fyrir miðstig á föstudögum kl. 17:00-19:00.

Við munum bjóða upp á klúbbastarf og er það enn í mótun og verður í samráði við krakkana. Einnig munum við bjóða upp á sérstakar opnanir þar sem við munum vera með alls konar fræðslur og fá til okkar heimsóknir.

Við munum vera dugleg að hengja bæði mánaðarplan og vikuplan upp í skólanum svo að dagskrá félagsmiðstöðvarinnar ætti ekki að fara framhjá neinum. Einnig koma plönin á samfélagsmiðlum.

Facebook hópur fyrir foreldra til að fylgjast með dagskrá og viðburðum í Geimstöðinni er hér: Lindin félagsmiðstöð (foreldrar) | Facebook. Við hvetjum foreldra til þess að fylgjast með þar í vetur þannig að endilega bætið ykkur inn þar ef þið eruð ekki þar nú þegar. Einnig erum við með instagram síðu: geimstodin.seydisfirdi – þar koma inn mánaðarplön og fréttir.

Fyrsta opnun unglingastigs er á mánudaginn 4. sept kl. 19:30. Þar ætlum við að hjálpast að við að skipuleggja mánuðinn, tala um klúbbastarfið, gera og græja efri hæðina, raða húsgögnum, taka til og skoða hvað við getum gert til að gera þetta að „þeirra“ rými, mála, endurraða, kaupa húsgögn o.s.frv. Einnig ætlum við að búa til reglur saman. Þannig að endilega hvetjið þau til að mæta því þarna er tækifæri til að hafa áhrif á veturinn.

Fyrsta opnun hjá miðstigi verður síðan föstudaginn 8. september kl. 17:00-19:00

Ég vil koma því á framfæri frá Árna Páls, forstöðumanni Nýungar á Egilsstöðum, að þau eru alltaf velkomin í Nýung – ekki bara á skipulagðar opnanir heldur líka þegar það er opið hús. Það er opið í Nýung á mán – mið og fös kl. 19:30-22:00. Þau eru líka með virkt instagram þar sem birtast mánaðarplön og vikuplön: nyung.felagsmidstod. Hvet ykkur til að fylgjast með.