Félagsmiðstöðin Lindin

Forstöðumaður er Emil Smári Guðjónsson.

Opnanir í vetur verða fyrir unglingastig á föstudögum kl. 14:20-15:50 og á mánudögum, fimmtudögum og annan hvern föstudag kl. 19:30-22:00.

Opnanir í vetur fyrir miðstig verða á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 14:20-15:50.

Boðið verður upp á þrjá mismunandi klúbba fyrir unglingastigið; Lindarráð, spilaklúbb og kvikmyndaklúbb. Hver klúbbur mun hittast einu sinni í mánuði.

Við munum vera dugleg að hengja upp í skólanum og Lindinni svo að dagskrá félagsmiðstöðvarinnar ætti ekki að fara framhjá neinum. Einnig koma plönin á samfélagsmiðlum.

Facebook hópar fyrir foreldra til að fylgjast með dagskrá og viðburðum í Lindinni eru hér: Lindin foreldrar 5.-7. bekkur og Lindin foreldrar 8.-10. bekkur. Við hvetjum foreldra til þess að fylgjast með þar í vetur þannig að endilega bætið ykkur inn þar ef þið eruð ekki þar nú þegar. Einnig erum við með instagram síðu: lindinseydisfirdi – þar koma inn mánaðarplön, vikuplön, auglýsingar fyrir sérstaka viðburði o.fl.