Skóladagatal

Skólasetning og skólaslit
Skóli hefst 25.ágúst á nemenda og foreldrasamtali.  Þá mæta nemendur með foreldrum sínum til fundar við umsjónarkennara. Fundirnir eru boðaðir af umsjónarkennara fyrr í vikunni. Dagurinn er talinn sem nemendadagur og er því skóladagur.
 
28. ágúst skólastarf hefst klukkan 9:40
Hefð er fyrir að skólaslit séu seinnipartinn, þar fer m.a. fram einkunnaafhending. Dagurinn er talinn sem nemendadagur og er því skóladagur.
 
Skipulagsdagar
Gulir dagar eru skipulagsdagar. Þá er frí hjá nemendum en starfsfólk mætir til vinnu.
Sameiginlegir skipulagsdagar starfsfólks Seyðisfjarðarskóla eru í skólabyrjun (sennilegast 23. ágúst kl 16:00-19:00), Kennarþing 8.september, 19.-21.október: skólaheimsókn, 4.janúar kl 16:00-19:00, 20. apríl (unnið af sér) og 11.maí.
 
 
Lotur
Þrjár fyrirfram skilgreindar lotur eru á skólaárinu: Útivistarlota 28.ágúst – 7.september, jólahaldslota 6.-20 .desember og skólaskemmtunarlota 3. – 18. apríl. Miðast verkefnaval við  þema lotunnar og samþætting námsgreina er aukin.
 
Frí
Haust og vetararfrí eru sameiginleg í leikskóla-  grunnskóla og listadeild.
Listadeild og grunnskóladeild fylgjast að í jóla- og páskaleyfum.
 
Eftir lengri frí í grunnskóladeild hefst skóli klukkan 9:40 það er: 28.ágúst , 4. janúar, og 3. apríl
 
Ýmislegt
Foreldrafundir í bekkjum: Sameiginlegur foreldrafundur í umsjónarbekknum.
Foreldra og nemendasamtöl með umsjónarkennara: Nemendur og foreldrar eru boðaðir til samtals við umsjónarkennara til að fara yfir námslega og félagslega þætti, fyrirkomulagið er hluti af námsmati.
Litlablót: nemendum er boðið upp á að smakka þorramat í hádeginu.
Þurrablót: Nemendur og foreldrar í unglingadeild sjá um að halda þorrablót fyrir samfélagið, foreldra, nemendur í unglingadeild kennara og fl.