Verkfærin

Sáttarborðið

Ef upp kemur ágreiningur milli tveggja eða fleiri nemenda er þeim boðið að leysa vandann sjálfir eða setjast með starfsmanni við sáttarborðið. Markmiðið er að nemendur læri smátt og smátt að leysa sjálfir úr ágreiningsmálum og taka tillit til skoðana annarra.

Orðræðan

Það hvernig við tölum við nemendur okkar skiptir mál. Að spyrja barn spurninga frekar en að gefa skipandi fyrirmæli er vænlegra til árangurs. Þá finnur barnið til innri hvatar fremur en ytri hvatar og vill standa sig í sínu hlutverki.

  • Hvað áttu að vera að gera núna?​
  • Hvað get ég gert til að hjálpa þér svo þú getir...?​
  • Er það sem þú ert að gera núna til að hjálpa eða hindra?​
  • Þú virðist vera í vandræðum, hvernig get ég aðstoðað þig?​
  • Viltu finna betri leið? Hvernig get ég hjálpað þér?​
  • Hvernig geturðu lagað þetta?​
  • Já, ef....​

 

Y-spjöld og T-spjöld