Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er tveggja deilda leikskóli. Í vetur eru um
25 börn og tíu starfsmenn.
Öll börn á leikskólaaldri eiga kost á að byrja leikskóladvöl sína við 12 mánaða aldur.
Vinaminni er deild 1 – 3ja ára barna, þar eru 12 börn. Yngstu börnin eru mest í sér rými sem tilheyrir Vinaminni og
kallast Álfhóll..
Dvergasteinn er deild 3– 5 ára barna, þar eru 14 börn. Dvergasteinn hefur einnig aukarými inn af deildinni sem kallast
Borgarhóll og er það vel nýtt til að skipta börnunum upp í hópa í leik og
starfi.
Foreldrar geta valið vistunartíma á bilinu frá 7:45-16:15