Stefna

STEFNA

Meginmarkmið listadeildar er að veita nemendum tækifæri og rými til að þjálfa sig í list- og verkgreinum: tónlist, sjónlist, textíl, smíðum, hönnun, heimilisfræði og leiklist. Leitast er við að kynna fyrir nemendum helstu leiðir og aðferðir í hverri grein fyrir sig. Aðaláhersla er lögð á að hver nemandi finni sína fjöl með því að vinna að skapandi verkefnum, bæði sjálfstætt og í hópum. Unnið er undir faglegri leiðsögn kennara þar sem lögð er megináhersla á að njóta sköpunarferlisins.

Sköpunarferlið er í forgrunni í allri vinnu í listadeild. Í gegnum opna þróunarvinnu ná nemendur tökum á grunnþáttum ferlisins. Nemendur fá þjálfun í hugmyndavinnu, og að kynnast sjálfum sér og tilfinningalega ferlinu að skapa eitthvað alveg nýtt. Þar læra þau að finna lausnir á vandamálum, að tileinka sér þolinmæði gagnvart sjálfum sér og öðrum og að rækta með sér sjálfsagann til að gefast ekki upp á byrjuðum verkefnum.

Starf listadeildar fléttast inn í starf leik- og grunnskóladeildar skólans þar sem kennsla og áherslur taka mið af aldri og þroska nemenda. Samþætting námsgreina er ofarlega á baugi í starfi skólans og þar er listadeildin með mikilvægt framlag. Leitast er við að tengja viðfangsefni leik- og grunnskóladeildar saman við list- og verkgreinar á skemmtilegan og skapandi hátt, t.d. í gegnum skólaskemmtun og önnur tækifæri.

Veigamesta verkefni skólaárið 2024-2025 er að byggja upp samstarf milli mismunandi greina deildarinnar, að styrkja tengslin milli tónlistaskólans og listgreina, m.a. með sameiginlegum viðburðum á við tónleika, listasýningar og skólaskemmtun. Byggt er áfram á sterkum grunni deildarinnar og starfið mótað í takt við nemenda og kennara hverju sinni.

Vörður fyrir listadeild 2024-205

· Leiða faglega listrænt starf í Seyðisfjarðarskóla og hafa frumkvæði að samþættingu námsgreina og skapandi vinnu
· Bjóða upp fjölbreytt og skapandi tónlistarnám þar sem áhersla er lögð á samspil og frumsamdar tónsmíðar
· Bjóða upp á listkennslu í leikskóladeildinni, m.a. með verkefnum í tengslum við þemavinnu leikskólans
· Styðja við sköpunarferli nemenda er viðkemur skólaskemmtun, með áherslu á hönnun sviðsmyndar og búninga
· Yfirfara kennsluefni, tækjabúnað og kennslustofur listadeildar
· Starfa í nánu samstarfi við Skaftfell menningarmiðstöð, Lunga skólann og fleiri stofnanir.
· Listadeild tekur þátt í verkefninu List í ljósi með fjölbreyttum sýningum nemenda
· Innleiða betur Uppeldi til ábyrgðar í kennslu og starfi innan deildarinnar.
· Innleiða hugmyndir um sjálfbærni í námi