Leikskóladeild

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er þriggja deilda leikskóli.Mynd af Sólvöllum

Álfhóll er deild fyrir eins árs börn en á deildinni er rými fyrir átta börn, þar starfa tveir kennarar.

Vinaminni kallast deild tveggja til fjögurra ára barna. Á Vinaminni eru tólf börn og þrír kennarar.

Dvergasteinn er deild fyrir börn sem eru fjögurra til sex ára. Þar eru sextán börn og þrír starfsmenn.

Sérkennari starfar við leikskóladeildina, þar er einnig starfrækt móttökueldhús sem tekur á móti mat sem útbúinn er í mötuneyti skólans í Herðubreið. Matseðill skólans gildir því fyrir öll skólastig Seyðisfjarðarskóla.