Leikskóladeild

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla er tveggja deilda leikskóli þennan veturinn. Í leikskóladeildinni eru í vetur um 30 börn og tólf starfsmenn þar af fjórir í hlutastörfum.

Öll börn á leikskólaaldri eiga kost á að byrja leikskóladvöl sína við 12 mánaða aldur eftir því sem leikskólarými leyfa.

Mynd af Sólvöllum

Sérkennari starfar við leikskóladeildina, þar er einnig starfrækt móttökueldhús sem tekur á móti mat sem útbúinn er í mötuneyti skólans í Herðubreið. Matseðill skólans gildir því fyrir öll skólastig Seyðisfjarðarskóla.