Göngudagur í september

 
Yngsta stig:
 
Á göngudeginum ætluðu nemendur að labba Vesturveginn inn í Fjarðarsel en vegna vegaframkvæmda þurftum við að snúa við og gengum í stað þess fjallaleiðina fram og til baka í Fjarðarsel. Inní fjarðarseli fundu krakkarnir háf sem þau reyndu að veiða fiska með. Það var mjög gaman og þau skemmtu sér vel.
 
Miðstig:
 

Loksins kom að því að við kæmumst í almennilegan göngutúr! Þriðjudaginn 23. september arkaði Þotuliðið (5.-7. bekkur) ásamt Dánjal, Guðrúnu Ástu og Sotta frá Austdalsá inn í Skálanes, út á Skálanesbjarg, og aftur til baka í blíðskaparveðri. Gönguleiðin var rúmir 4 km hvora leið.

Börnin stóðu sig frábærlega og virtust njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við nýttum tækifærið vel og ræddum um náttúruna á leiðinni, kenndum þeim að þekkja umhverfið og mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna.

Veðrið lék við okkur og allir komu þreyttir en ánægðir til baka. Slíkar ferðir hafa verið farnar í skólabyrjun ár hvert og eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu og efla bæði félagsfærni og úthald barnanna.

 
Unglingastigið:
 
Það hefur verið hefð fyrir því, í mörg ár, að unglingastigið gangi í Lommann á göngudeginum. Veðrið var hins vegar ekki með okkur í liði þetta árið og vegna þess varð að aflýsa þeirri göngu þetta árið. Í staðinn var ákveðið að ganga út á Skálanes og gistu nemendur þar eina nótt.
Ferðin heppnaðist afar vel. Góð stemning var í hópnum og nutu bæði nemendur og kennarar samverunnar.

 

Göngudagur 23. september 2025 yngsta stig. Fjarðarsel.

Göngudagur 23. september 2025, miðstig. Skálanes.

Göngudagur 23. september 2025, elsta stig. Skálanes.