Loksins kom að því að við kæmumst í almennilegan göngutúr! Þriðjudaginn 23. september arkaði Þotuliðið (5.-7. bekkur) ásamt Dánjal, Guðrúnu Ástu og Sotta frá Austdalsá inn í Skálanes, út á Skálanesbjarg, og aftur til baka í blíðskaparveðri. Gönguleiðin var rúmir 4 km hvora leið.
Börnin stóðu sig frábærlega og virtust njóta þess að vera úti í náttúrunni. Við nýttum tækifærið vel og ræddum um náttúruna á leiðinni, kenndum þeim að þekkja umhverfið og mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna.
Veðrið lék við okkur og allir komu þreyttir en ánægðir til baka. Slíkar ferðir hafa verið farnar í skólabyrjun ár hvert og eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu og efla bæði félagsfærni og úthald barnanna.
Göngudagur 23. september 2025 yngsta stig. Fjarðarsel.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45