Börn sem alast upp við jákvætt viðhorf heimilis til skóla standa sig að öllu jöfnu betur í námi og fara út í lífið með jákvæðara viðhorf til tilverunnar en þau sem búa við neikvætt viðhorf til skólans á heimilum sínum.
Skólinn hefur axlað æ meiri ábyrgð á uppeldi barnanna þrátt fyrir að samkvæmt rannsóknum sé heimilið helsti mótunaraðilinn í hegðun og viðhorfum.
Foreldrar þurfa af og til að ræða við börn sín um að þau komi fram af prúðmennsku og háttvísi innan skólans sem utan og sýni fyllstu kurteisi í samskiptum við skólasystkini og starfsfólk skólans.
Æskilegt er að foreldrar gæti þess að spilla ekki námsáhuga, virðingu fyrir kennurum eða skóla með ógætilegu tali um starfsmenn skólans í áheyrn barnanna. Eðlilegra er að ræða beint við þá sem gagnrýnin beinist að. Kennaranum er ómögulegt að taka tillit til athugasemda sem hann fær ekkert að vita um.
Höfum hugfast að það er sameiginlegt markmið foreldra og kennara að gera skólagöngu barnanna sem ánægjulegasta.
Skólareglur
Í Seyðisfjarðarskóla er velferð nemenda í fyrirrúmi og starfsfólk leggur sig fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan, heilbrigði og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar. Nemendur og starfsfólk hafa skilgreint hlutverk sín og sett sér sáttmála um góð samskipti. Skólareglur þessar byggja á hugmyndafræði uppeldisstefnunnar Uppbygging sjálfsaga/ uppeldi til ábyrgðar.
Í reglugerð Menntamálaráðuneytisins nr. 1040/2011 er kveðið á um að skólar skuli hafa skráðar reglur og viðurlög við brotum á þeim. Þar að auki er landslögum og lögum um skólahald fylgt í skólanum.
Almennar reglur:
Nemendur sinna sínum hlutverkum með því að:
Viðbrögð við brotum á almennum reglum
Reglur gegn einelti:
Við leggjum ekki aðra í einelti. Við aðstoðum þá nemendur sem verða fyrir einelti. Við eigum líka að vera með þeim sem lenda í að vera einir. Ef við vitum að einhver nemandi er lagður í einelti eigum við að segja einhverjum fullorðnum frá því.
Skólinn er Olweusarskóli og fylgir ákveðnu verklagi við forvarnir og viðbrögð gegn einelti.
Viðbrögð við brotum á reglum gegn einelti
Sjá eineltisáætlun Seyðisfjarðarskóla.
Óásættanleg hegðun:
Grunnskóla – og listadeild
Fyrstu viðbrögð
Fyrstu viðbrögð starfsmanns eru uppbyggingarsamtal. Starfsmaður tilkynnir umsjónarkennara um brotið. Nauðsynlegt er að fylgja nemandanum eftir í næstu kennslustund og upplýsa kennara þar um málið. Hlutaðeigandi kennari eða starfsmaður upplýsir forráðamenn í samráði við umsjónarkennara. Ef brotið beinist að samnemanda er mikilvægt að upplýsa forráðamenn þolanda um atvikið.
Stjórnendur upplýstir um málið.
Næstu skref
Ef nemendi lætur ekki af óæskilegri hegðun metur kennari næstu skref sem geta verið eftirfarandi:
Eftirfylgni
Ef hegðun er óbreytt og uppbyggingaráætlun ekki virt vísar stjórnandi málinu til Austurlandslíkans eða nemendaverndarráðs.
Skráning
Mikilvægt er að halda utan um öll atvik sem upp koma og hvort haft sé samband við foreldra. Sá starfsmaður sem verður vitni að brotinu skráir málið í málaskrá nemanda og kemur skráningu til umsjónarkennara sem heldur utan um málefni nemenda sinna. Ef brotið beinist að samnemanda er mikilvægt að skrá málið í málaskrá viðkomandi nemanda.
Leikskóladeild
Fyrstu viðbrögð
Fyrstu viðbrögð starfsmanns eru uppbyggingarsamtal. Undantekningarlaust tilkynnir starfsmaður deildarstjóra um brotið á þar til gerðu eyðublaði og deildarstjóri upplýsir forráðamenn. Ef brotið beinist að samnemanda er mikilvægt að upplýsa einnig forráðamenn þolanda um atvikið.
Stjórnendur upplýstir um atvikið.
Næstu skref
Ef nemandi lætur ekki af óæskilegri hegðun metur kennari næstu skref sem geta verið eftirfarandi:
Eftirfylgni
Ef hegðun er óbreytt og uppbyggingaráætlun ekki virt vísar stjórnandi málinu til Austurlandslíkans eða nemendaverndarráðs.
Skráning
Mikilvægt er að halda utan um öll atvik sem upp koma og hvort haft sé samband við foreldra. Sá starfsmaður sem verður vitni að brotinu skráir málið og kemur skráningu til deildarstjóra sem heldur utan um málefni nemenda sinna. Ef brotið beinist að samnemanda er mikilvægt að skrá málið í málaskrá viðkomandi nemanda.
Aðrar reglur í Seyðisfjarðarskóla
-til að tryggja öryggi nemenda, heilbrigði og vinnufrið-
Reglur um skólaforðun
Mikil fjarvera frá skóla hefur samkvæmt rannsóknum neikvæð áhrif á upplifun nemenda af skólagöngunni, slæm áhrif á líðan þeirra og námsárangur og félagslega stöðu. Á vef skólans eru leiðbeiningar varðandi leyfi nemenda. Við beinum tilmælum til foreldra að ígrunda vel umsóknir um leyfi á skólatíma. Sjá nánar í bækling um skólaforðun á vef skólans.
Viðbrögð við skólaforðun
Notkun á reiðhjólum og öðrum fararskjótum
Nemendur og starfsfólk er hvatt til að koma hjólandi eða gangandi í skólann sér til heilsubótar og til að minnka umferð ökutækja við skólann. Það er hins vegar alltaf á ábyrgð foreldra að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað. Samkvæmt 44. gr. umferðarlaga má barn yngra en 9 ára ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirlits einstaklings sem náð hefur 15 ára aldri. Hjólin eru á ábyrgð nemenda og forelda. Nemendum er ekki heimilt að nota hjólið á skólatíma nema með öryggishjálm og á fyrirfram skilgreindum hjólasvæðum.
Notkun á snjalltækjum og öðrum raftækjum
Snjalltæki geta verið handhæg til ýmissa hluta nytsamleg. Þau geta eflt öryggi, stytt boðleiðir og með þeim er hægt að afla sér upplýsinga á skilvirkan hátt. Nemendur skólans hafa til umráða ipada í kennslustundum auk þess sem nemendur á unglingastigi mega hafa síma með sér í skólann. Nemendur og starfsfólk þurfa að gæta öryggis í notkun þessara tækja, tryggja vinnufrið nemenda og starfsfólks og sýna hvert öðru tillitssemi.
Öll snjalltæki sem nemandi hefur meðferðis í skólann er á ábyrgð eiganda. Snjalltæki mega ekki hafa truflandi áhrif á nám, kennslu, félagsstarf eða frímtíma nemenda á skólatíma og á vegum skólans. Nemendi þarf að hafa leyfi kennara til að nýta tækið í kennslustund. Myndatökur og hljóðupptökur eru ekki heimilar á skólatíma, nema með sérstöku leyfi.
Viðbrögð
Nesti að heiman
Seyðisfjarðarskóli er heilsueflandi skóli og er því mælst til þess að fylgt sé tilmælum frá manneldisráði og tannverndarráði við val á nesti sem nemendur koma með að heiman. Nemendur mega ekki neyta sælgætis né kolsýrðra drykkja í skólanum nema við sérstök tilefni, með leyfi kennara.