Grunnskóladeild

Hefðbundinn dagur í grunnskóladeild hefst klukkan 8:00 á lestarstund í tuttugu mínútur á yngsta og miðstigi en eftir þá stund taka við tímar í fjölmörgum greinum. Á unglingastiginu eru skipulagðar þrjár yndislestrarstundir á viku. Á unglingastigi er boðið upp á sjö stundir í valgreinum og einn heimanámstíma. Á yngsta stigi lýkur skóladeginum klukkan 13:10, miðstigi klukkan 13:50 en unglingastig er í skólanum til klukkan 14:20.

 Grunnskóladeild er til húsa að Suðurgötu 4 og Skólaveg 2.