Nýir nemendur

Umsjónarkennari ber ábyrgð á því hvernig tekið er á móti nýjum nemanda í hans umsjónarhópi.  

Lögð er áhersla á að nemandinn finni að hann sé velkominn allt frá fyrstu stundu.

Því er umsjónarkennarinn búin/n að fara með öðrum nemendum yfir venjur við það að taka á móti nýjum einstaklingi í hópinn.  Einn eða  tveir nemendur sem þekkja skólann vel sjá um að taka á móti viðkomandi og aðstoða hann fyrstu tvær vikurnar í skólanum, einnig í frímínútum. 

Umsjónarkennari sýnir nýjum nemendum og foreldrum þeirra öll þau húsakynni skólans sem nemendur hafa aðgang að og kynna barnið/börnin fyrir skólastjórnendum og sem flestum öðrum starfsmönnum skólans.  Tryggja þarf gott samstarf við heimilið og upplýsingastreymi á milli.

Vefsíða skólans, skóla- og bekkjarreglur skulu strax kynntar nemandanum og fjölskyldu hans.  Nemandanum er kynnt bókasafn skólans, tölvuaðgangur nemenda og reglur þar að lútandi, reglur um frímínútur og nesti, hádegismat,  umgengi í íþróttahúsi o.fl. 

Flest kemur þetta einnig fram hér á vefsíðu skólans. 
Sjá móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku undir flipanum Um skólann.