Fjölskyldusvið – Skólaþjónusta

 

 

Fjölskyldusvið – Skólaþjónusta

Leikskólar í Múlaþingi heyra undir Fjölskyldusvið og sinnir Skólaþjónusta Múlaþings sérfræðilegum stuðningi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu skv. lögum um leik- og grunnskóla og reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr.:

· Skólaþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

· Markmið með skólaþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

· Skólaþjónusta skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á.

Samið hefur verið við Sálstofuna um þjónustu sálfræðinga og munu þeir koma reglulega í skólana í vetur.

 

Ef spurningar vakna varðandi nám, líðan eða heilsu barns:

Foreldrar snúa sér til deildarstjóra leikskóla, umsjónarkennara eða sérkennara ef þeir óska eftir sérfræðiaðstoð fyrir barn sitt en hlutverk umsjónarkennara eða deildarstjóra er einnig að vera vakandi fyrir mögulegum námsörðugleikum nemenda  ásamt því að fylgjast með þroska og velferð barna í þeirra umsjón.

 

 

https://www.mulathing.is/is/moya/page/skolathjonusta