Göngum í skólann verkefnið hófst í dag

Nemendur og starfsfólk skólans tóku fyrstu skrefin í verkefninu Göngum í skólann í dag. Farið var í stuttu gönguferð upp á snjóflóðavarnargarðana þar sem nemendur fengu tækifæri til að skoða þessi mikilvægu mannvirki og njóta útsýnisins yfir bæinn.
Verkefnið er mikilvægt framtak sem hvetur til aukinnar hreyfingar og umhverfisvitundar. Skólinn hvetur alla nemendur og starfsfólk til að taka virkan þátt með því að ganga eða hjóla í skólann á meðan verkefnið stendur yfir.
Göngum hress og kát í skólann!