Fréttir

Sungið fyrir Benna

Í morgun á Sal sungum við í grunnskóladeildinni nýja lagið hans Benna Hemm Hemm, Miklabraut. En Benni var aðstoðarskólastjóri í listadeild Seyðisfjarðarskóla þar til í vor og því fannst okkur tilvalið að senda honum okkar útgáfu með okkar allra bestu saknaðarkveðjum. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í morgun.
Lesa meira

Skapandi starfshættir í leikskóladeildinni.

Seyðisfjarðarskóli leggur áherslu á skapandi leiðir í skólastarfi og nýtum við eins og kostur er tækifæri sem skapast til að taka þátt í spennandi verkefnum þar að lútandi. Nú eru börnin að fylgjast með árstíðaskiptunum og vinna skemmtileg og skapandi verkefni með starfsfólki skólans í tengslum við það og setja litfögur laufblöð mark sitt á þau verkefni.
Lesa meira

Leynifélag skólans

Það er hægt að rekast á alls konar skemmtilegt í skólanum. Þetta flotta og mjög spennandi umslag fann kennari fram á gangi. Ekki verður upplýst um innihaldið....það er leyndarmál.
Lesa meira

Nemendur nutu sín í skólaselinu í dag

Nemendur nutu sín í skólaselinu í dag.
Lesa meira

Flugukast

Stúlkur í 9. og 10. bekk á örnámskeiði í flugukasti niður við Fjarðará. Hluti af námi þeirra í náttúrufræði og útivistarvali.
Lesa meira

Ærslabelgurinn er tilbúinn!

Ærslabelgurinn er tilbúinn! Það verður loksins hægt að hoppa á belgnum frá því klukkan 16 í dag (eða kannski fyrr) og alla helgina. Loftið verður ekki tekið úr belgnum næstu daga, en um miðja næstu viku verður allur frágangur kláraður; þökur verða settar meðfram belgnum, skilti með reglum verður sett upp og tímastillir á notkun sett í gang. Athugið; kallað verður eftir foreldrum í þá vinnu.
Lesa meira

Menningarferð til Egilsstaða

Allir nemendur grunnskóladeildar fóru í menningarferð til Egilsstaða fimmtudaginn 12. september.
Lesa meira

Nýir starfsmenn í listadeild

Nú þegar skólastarfið er hafið er tímabært að kynna til leiks nýja starfsmenn í listadeild.
Lesa meira

Zentangle munstur

9. og 10. bekkur að skreyta möppurnar sínar með zentangle munstri.
Lesa meira

Guðrún Veturliðadóttir, verkefnastýra Stelpur rokka! á Austurlandi kom í heimsókn á sal í dag.

Guðrún Veturliðadóttir, verkefnastýra Stelpur rokka! á Austurlandi kom í heimsókn á sal í dag. Hún sagði nemendum meðal annars frá rokkbúðum sem Stelpur rokka! hafa starfrækt í Tógó í Afríku og svo tóku auðvitað allir lagið með henni (sjá myndband )
Lesa meira