Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari sem margir þekkja sem Ævar vísindamann, kíkti á okkur í grunnskóladeild í gær. Hann ræddi við nemendur um lestur og hvernig bækur geta opnað nýja heima. Hann hvatti börnin til að lesa sem mest og nota ímyndunaraflið.
Ævar las upp úr nýjustu bókinni sinni Skólastjórinn en bækur hans hafa lengi verið vinsælar meðal barna á öllum aldri og margir nemendur skólans hafa lesið bækurnar hans. Heimsóknin á vel við núna þegar við erum í miðju lestrarátaki og verður nemendum
vonandi frekari hvatning á lokasprettinum.