Skýr mörk

Velferð nemenda er ávallt í fyrirrúmi og starfsfólk leggur sig fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan, heilbrigði og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar. Nemendur og starfsfólk hafa skilgreint hlutverk sín og sett sér sáttmála um góð samskipti. Skólareglur Seyðisfjarðarskóla eru afrakstur vinnu nemenda, foreldra og starfsfólks skólans á skólaþingi árið 2019. Þær byggja á hugmyndafræði Uppbygging sjálfsaga/ uppeldi til ábyrgðar þar sem annars vegar eru tilgreindar almennar reglur og hins vegar er skilgreining á óásættanlegri hegðun. Skýr mörk eru sett og ákvörðuð viðbrögð við brotum á þeim.

 

Lesefni og nánari upplýsingar:

Skýr mörk – Um óásættanlega hegðun og viðbrögð við henni, Magni Hjálmarsson tók saman, 2009.