3. og 4. bekkur í Náttúruskólanum

Í náttúruskólanum vorum við að tálga töfrasprota sem krakkarnir máttu svo skreyta með Poska litum. Eftir það fóru þau í eltingaleik til þess að hlýja sér. Þau lærðu um býflugur og fengu að smakka íslenskt hunang. Eftir það fóru þau að höggva eldivið en þau fengu að sveifla stórum hamri ofan á exi sem var búið að festa í timbur bútana. Eftir það kveiktu þau eld og fengur tortillur. Síðan léku þau sér í skóginum þar til að rútan kom að sækja þau.