Í skólanum gilda skólareglur gegn einelti. Kennarar í listadeild taka þátt í Olweusarstarfi skólans með virkum hætti og eru ábyrgðaraðilar í starfi með nemendum. Eineltismál sem koma upp í listadeild eru rædd á fundum starfsfólks og vaktanir skráðar. Virkt samtal er á milli starfsfólks listadeildar og annarra deilda og skráning er með sama hætti og í grunnskóladeild.