Talþjálfun

Seyðisfjarðarskóli hefur gert þjónustusamning við fyrirtækið Tröppu um þjónustu talmeinafræðings fyrir börn í sveitarfélaginu. Trappa sérhæfir sig í margvíslegri fjarþjónustu og nú geta þeir sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda, greiningu og kennslu, fengið slíka þjónustu í gegn um fjarbúnað hér heima.

Sérkennararnir í leik- og grunnskólanum munu aðstoða við skráningu nemenda og tengingu við Tröppu en talþjálfunin mun fara fram í skólanum.

Foreldrar eiga alltaf að vera með þegar barn nýtur aðstoðar Tröppu.

Sveitarfélagið greiðir þjónustugjald og hlut foreldra skv. ákveðnu mati en ríkið greiðir þjónustu talmeinafræðings í ákveðnum tilfellum, líkt og verið hefur.  

Vinsamlega verið í sambandi við sérkennara leik- eða grunnskólans með tölvupósti ef barnið ykkar þarf á þjónustu talmeinafræðings að halda og þær aðstoða ykkur í ferlinu. 

Sjá nánar: www.trappa.is