Nám og velferð nemenda sé höfuðmarkmið með öllu skólastarfi því að nemendur eru í öndvegi í skólastarfinu.
Nám nemenda einkennist af þátttöku þeirra, ábyrgð, sköpun, jafnrétti og sjálfbærni.
Virkja áhuga nemenda til náms með krefjandi og fjölbreyttum viðfangsefnum við hæfi.
Nemendur geti unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
Unnið sé af metnaði og stefnt á framúrskarandi árangur en ekki á kostnað gleðinnar og samhygðarinnar.
Með nýrri aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 eru námssvið leikskólans: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi og sköpun og menning. Skólastefna Seyðisfjarðarskóla tekur mið af grunnþáttunum með sérstaka áherslu á sköpun, sjálfbærni, lýðræði og heilbrigði og velferð. Þróun starfshátta í leikskóladeild tekur mið af stefnu sveitarfélagsins og skólastefnuna í heild sinni má finna á heimasíðunni okkar.
Aðalnámskrá leikskóla: https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/forsidumyndir/lokadrog-leiksk_vefur.pdf
Unnið er með innleiðingu uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar, útinám, sjálfbærni og sköpun. Seyðisfjarðarskóli er Heilsueflandi skóli og áðaláhersla vetrarins er nærsamfélagið.
Sjá nánar um heilsueflandi starf skólans undir flipanum Um skólann
Unnið er markvisst með kennsluefnið Lubbi finnur málbein í vetur en allar deildir vinna reglulega með efnið í samveru- og hópastundum. Stundirnar miðast við aldur og þroska nemenda hverju sinni sem og áhugasviði, annað námsefni samtvinnast kennsluefninu einnig.
Brúum bilið - samstarf við grunnskóladeild
Góð samvinna er á milli leik og grunnskóladeildar um undirbúning barna fyrir grunnskóla. Markmiðið með samstarfi skólanna hefur m.a. verið:
að skapa samfellu í námi barna/nemenda á þessum tveimur skólastigum.
að byggja upp gagnkvæman skilning og þekkingu milli skólastiganna.
að stuðla að öryggi og vellíðan barna við að fara af einu stigi á annað.
að vinna saman að verkefnum sem hæfa nemendum á þessum aldri.
að gera börnin læs á skólaumhverfið í fylgd leikskólakennara.
Í sameinuðum skóla er gert ráð fyrir að deildirnar þrói samstarf sitt. Samstarf okkar felst m.a. í gagnkvæmum nemendaskiptum og á hverju skólaári eru tilteknir dagar valdir fyrir þessi nemendaskipti.
Samstarf við listadeild
Gott samstarf er milli deilda innan Seyðisfjarðarskóla og er sífellt í þróun.
Kennarar listadeildar koma af og til í heimsókn með nemendurm sínum með tónlist, brúðuleikhús og fleira. Elstu börnin fara af og til í heimsókn í tónlistarskólann til að kynnast hljóðfærum og umhverfi listadeildar.