Nám og kennsla

Með nýrri aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 eru námssvið leikskólans: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi og sköpun og menning. Ný skólastefna sveitarfélagsins tekur mið af grunnþáttunum með sérstaka áherslu á sköpun, sjálfbærni og heilbrigði og velferð. Þróun starfshátta í leikskóladeild tekur mið af stefnu  sveitarfélagsins. Skólastefnuna í heild sinni má finna á heimasíðu.

Í vetur mun skólanámskráin sem og handbókin verða endurmetin í samræmi við sameiningu leik– og grunnskóla og nýja skólastefnu sveitarfélagsins, en handbókin og heimasíðan virka sem skólanámskrá fyrir leikskóladeildina Sólvelli. 

Veturinn 2017-2018 er sérstaklega unnið með útinám, sjálfbærni og sköpun en lífsleikni er jafnframt yfirþema vetrarins. 

Unnið er markvisst með kennsluefnið Lubba

Skólanámskrá leikskóladeildar

Handbók leikskóladeildar