Tilraun

Mánudaginn 13. október í blíðskaparveðri voru stelpur á miðstigi í vali og gerðu tilraunir með gos og mentos. Þær áttu að fylgjast með hvað gerðist í ferlinu.
 
Tilraun eitt - klaki og mentos
Tilraun tvö - kolsýrt vatn og mentos
Tilraun þrjú - appelsín og mentos
Tilraun fjögur - diet kók 0,5 L og mentos
Tilraun fimm - venjulegt kók 0,5 L og mentos
Tilraun sex - venjulegt kók 2 L og mentos
 
Stelpunum fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni og var greinilegt að það gaus mest í hálfslíters diet kóki og svo 2 lítra venjulegu kóki og þar var gosið langmest.