Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og listaskóli staðsettur á þremur starfsstöðvum í miðbæ Seyðisfjarðar.
Mikil þróun á sér stað í innra starfi í skólanum þessi misserin og byggir sú þróun á víðtæku samtali sem hefur um hríð átt sér stað skólasamfélaginu. Yfirskrift stefnu skólahalds á Seyðisfirði er að í hverjum nemanda búi fjársjóður.
Í skólastarfi Seyðisfjarðarskóla er stefnt að því að:
Nám og velferð nemenda sé höfuðmarkmið með öllu skólastarfi því að nemendur eru í öndvegi í skólastarfinu.
Nám nemenda einkennist af þátttöku þeirra, ábyrgð, sköpun, jafnrétti og sjálfbærni.
Virkja áhuga nemenda til náms með krefjandi og fjölbreyttum viðfangsefnum við hæfi.
Nemendur geti unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
Unnið sé af metnaði og stefnt á framúrskarandi árangur en ekki á kostnað gleðinnar og samhygðarinnar.
Því er mikilvægt að:
Setja sér markmið og hafa trú á að hægt sé að ná þeim!
Ástunda vönduð, lausnamiðuð og fjölbreytt vinnubrögð.
Gleðjast yfir árangri, yfir tækifærum til náms og njóta verkefnanna.
Temja sér virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins.
Hafa öll samskipti jákvæð og góð, - hlæja saman, hrósa, hvetja og rýna til gagns!
Muna að allir gera mistök, þau eru einstök tækifæri til að læra af.
Hafa hugfast að vellíðan og virkni er lykill að árangri okkar við leik og störf.
Þar fyrir utan leggjum við í Seyðisfjarðarskóla áherslu á:
Gott samstarf milli heimila og skóla - upplýsingagjöf og virkt samtal er þar mikilvægt.
Virk tengsl við aðra aðila sem starfa með börnum hér í bænum og ýmsar stofnanir í nágrenni skólans.