Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Áhersla er lögð á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Miðvikudaginn 10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og þá verður gulur dagur í grunnskóladeildinni. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að mæta í gulum fötum eða með eitthvað gult á sér til að vekja athygli á Gulum september.