Samvinnuverkefni grunnskóladeildar og leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla hefur verið í gangi frá því árið 1999 og kallast Brúum bilið. Verkefnið hefst í október og stendur til skólaloka grunnskóladeildar á hverju ári, með ýmsum hittingum og verkefnum.
Í síðustu viku var málstofa í HÍ sem nefndist Að auka gæði kennslu: Reynsla kennara af því að nýta myndupptökur. Málstofan var lokahnykkurinn í rannsóknar- og þróunarverkefninu Sjálfbær starfsþróun til að auka gæði náms og kennslu (SÆG). Allir skólar í Múlaþingi áttu þátttakanda í rannsókninni og hefur vinnan staðið í um það bil eitt og hálft ár.