Geðlestin kom til okkar í Gamla skóla í morgun með fræðslu. Hver heimsókn fer þannig fram að fyrst er sýnt leikið myndband, þá segir ungur einstaklingur frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, eftir það umræður og í lokin er stutt tónlistaratriði.
5. 6. og 7. bekkur tjáir mismunandi áhugamál sín í gegnum ákaflega ólík og spennandi verkefni. Sum hafa valið brúðutungumál; aðrir „Stop motion “ og enn aðrir leir. Út frá þessum grunni förum við svo á næsta stig þar sem krakkarnir búa til sögu til að segja.
Workshop fyrir nemendur í 6. -10. bekk á morgun kl. 16-17.30 í Herðubreið: Misplaced Gaze
Boðið verður upp á stutt námskeið (workshop) á morgun, fimmtudag, í Herðubreið kl. 16-17.30.
Nemendum 6. -10. bekkjar er boðið að taka þátt.
Sýningin og námskeiðið voru haldin síðustu vikur bæði á Egilstöðum (ME) og á Neskaupstað, (grunnskólinn og Verkmenntaskólinn) við góðar undirtektir.