Krabbameinsfélagið stendur fyrir árlegum Bleikum degi miðvikudaginn 22. október og við í Seyðisfjarðarskóla ætlum að taka þátt.
Meðfylgjandi mynd er eftir börnin á leikskóladeild.
Nemendur 9. bekkjar upplifðu ógleymanlegan dag í Náttúruskólanum á Hallormsstað þann 25. september síðastliðinn. Dagurinn hófst með því að hópurinn hittist við Trjásafnið þar sem þau fengu ávaxtanesti og kynningu á dagskránni.