Matseðlar í skólamötuneytinu eru unnir samkvæmt leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar og er t.d. áhersla á að bjóða upp á grænmeti og ávöxt með hverri máltíð, fiskmáltíðir eru tvisvar í viku og engöngu er boðið upp á vatn að drekka.
Skólaárið 2017-2018 voru unnar kjötvörur á borð við pylsur og aðkeypt kjötfars ekki á matseðli. Skólaárið 2018-2019 ´jókst framboð af hráu niðurskornu grænmeti. og skólaárið 2019-2020 skoðuðum við sykurmagn og minnkuðum það. Mötuneytið er MSG laust eldhús.
Öllum nemendum í grunnskólum Múlaþings býðst gjaldfrjáls háddegisverður á þeim dögum sem skólastarf stendur yfir.
Hádegismatur
Í skólanum er boðið upp á heitan mat í hádeginu en sami matseðill gildir fyrir leik- og grunnskóladeild. Auk þess fá nemendur ávaxtahressingu að morgni og leikskólanemendur fá auk þess hressingu um kaffileytið.
Nemendur í leikskóladeild njóta hádegisverðar á sínum deildum en nemendur í grunnskóladeild matast í Félagsheimilinu Herðubreið. Hádegishlé í grunnskóladeild er k.l 11:45 - 12:30. Eftir matinn fara nemendur út í frímínútur.
Foreldrar skrá börn í grunnskóladeild í hádegismat á heimasíðu skólans. Þeir grunnskólanemendur sem ekki vilja nýta sér þann hádegismat í skólanum geta tekið með sér nesti eða hafa 40 mínútur til að fara heim og borða.
Matráður, kennarar í leik- og grunnskóladeild og nemendur enduskoða matseðilinn reglulega.
Athugið að skráning í árbít miðast við áramót og Skólasel miðast alltaf við mánaðamót.