Sérkennsla

Stefna og markmið sérkennslunnar í skólanum byggir á grunn- og leikskólalögum og aðalnámskrám. Seyðisfjarðarskóli er skóli án aðgreiningar með þjónustu fyrir alla nemendur sína bæði fatlaða og ófatlaða. Jafnrétti til náms eru almenn mannréttindi og er það hlutverk skólans að stuðla að alhliða þroska og menntun  allra nemenda svo hver og einn fái kennslu við sitt hæfi. Sérkennsla og/eða námsstuðningur er ein af þeim leiðum sem skólinn býður upp á til að koma til móts við mismunandi þarfir/getu hvers og eins nemanda. Sérkennsla getur falið í sér umtalsverða breytingu á innihaldi náms, kennsluaðferð og/eða kennsluaðstæðum og getur staðið í lengri eða skemmri tíma. 

Við grunnskóladeild er starfrækt lesver. Lesverið er ætlað nemendum sem eiga við sértæka námsörðugleika að etja. Í  lesveri er veitt eftirfarandi þjónusta: 

  • Ráðgjöf og stuðningur fyrir kennara og foreldra
  • Stuðningur við nemendur sem þurfa aðstoð eða næði til náms
  • Sérkennsla
  • Málörvun
  • Þjálfun gróf- og fínhreyfinga 

Sérkennsla í leikskóladeild

Leikskólabörn geta fengið sérstakan stuðning eða sérkennslu í leikskóladeildinni. Sérkennslan eða stuðningurinn er fyrir börn sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa á sértækri aðstoð undir handleiðslu sérkennara eða annara sérfræðinga. Oftast hefur farið fram mat á stöðu mála og ýmsar skimanir lagðar til grundvallar. Meginmarkmiðið er að tryggja jafnræði allra barna í leikskólastarfinu óháð líkamlegu og andlegu atgervi.

Ýmiss ráðgjöf er veitt foreldrum um starfsemi leikskóladeildar vegna stuðnings, sérúrræða og sérkennslu. Ráðgjöfin getur verið veitt af sérkennara, starfsmönnum leikskóladeildar og/eða með aðkomu sérkennsluráðgjafa Skólaskrifstofu Austurlands.

Skimanir sem lagðar eru reglulega fyrir nemendur í leikskóladeild (sjá innra mat):

 

Í flestum tilfellum hafa  námsþarfir nemandans verið greindar áður en til sérkennslu kemur og fer greining fram með aðstoð Skólaskrifstofu Austurlands. Sérkennari eða umsjónarkennari útbýr einstaklingsnámskrá sem byggir á þeirri greiningu. Sérkennslan getur farið fram með ýmsum hætti, bæði sem einstaklingskennsla, kennsla í minni hópum eða inni í bekk.  Skipulagið tekur mið af þörfum nemandans.  Námsmat fer fram jafnt og þétt á sérkennslu- eða stuðningsímabilinu og er notað jafnóðum sem leiðbeinandi mat.