Tónlistarskólinn

Eftir sameiningu skólanna er tónlistarskólinn nú hluti af Listadeild Seyðisfjarðarskóla. Tónlistarskólinn hefur sína facebooksíðu sem mikilvægt er fyrir nemendur og foreldra að fylgjast með.Listadeild píanó

Gott samstarf er milli leik- og grunnskóla og listadeildar en eðli málsins samkvæmt verður samstarfið þróað og eflt í vetur. Meðal annars er tónlist vegamikill þáttur í almennu námi í grunn og leikskóladeild og tónlistarskólinn hefur aðstöðu í grunnskóladeild.

Stefnt er að því veturinn 2017-2018 að nemendur sem leggja stund á nám í tónlist fari í sína tónlistartíma á skólatíma. Eftir sem áður geta þeir sem áhuga hafa á fengið leigða aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Steinholti.

Börn sem eru skráð í skólasel fara úr skólaselinu í tónlistartíma.

 Nám í Tónlistarskólanum

Skólaárið 2017-2018 er boðið upp á nám í söng, píanó-, gítar-, bassa-, trommu- og málmblásturshljóðfæraleik.Söngkennsla fer fram í þremur tveggja vikna lotum í október, janúar og apríl/maí þar unnið er sameiginlega að uppsetningu frumsamins verks. (sjá dagsetningar)

Blásturshljóðfæranám er útfært með svipuðu sniði en þar eru loturnar fimm. (sjá dagsetningar)
Annað hljóðfæranám fer fram jafnt og þétt yfir skólaárið.
Allir nemendur taka þátt í tónleikum á jólum og að vori auk ýmissa viðburða yfir skólaárið. 
Árni Geir Lárusson kennir á gítar og trommur.
Benedikt H. Hermannsson kennir á píanó og sér um tónfræði- og samspilstíma.
Kristjana Stefánsdóttir kennir söng.
Áki Ásgeirsson kennir á málmblásturshljóðfæri.
Skráning í tónlistarskólann fer fram í gegn um heimasíðu (sjá umsóknir). Eða HÉR