Tónlistarskólinn

Tónlistarskólinn

Skólaárið 2024-2025 er boðið upp á nám á eftirfarandi:

  • Strengjahljóðfæri: Píanó, fiðlu, selló, ukulele, gítar og rafbassa
  • Tréblásturshljóðfæri: Blokkflautu, þverflautu, klarinett, óbó og fagott
  • Trommur og slagverk
  • Söng, kenndan bæði vikulega og í þrem tveggja vikna lotum yfir árið
  • Raftónlist, upptökutækni og tónsmíðar

 

Nokkrar námsleiðir eru í boði þar sem hálft nám er 30 mínútna einkatími í viku, en í heilu námi er hægt að velja um þrjár námsleiðir:

  • 2 x 30 mínútna einkatímar
  • 1 x 60 mínútna einkatími (í boði fyrir nemendur á unglingastigi og fullorðna nemendur)
  • 1 x 30 mínútna einkatími + 1 x 30 mínútna hóptími.

 

Haldið er áfram að byggja á starfi síðasta árs með samspilshópa, þar sem í boði verður fyrir nemendur frá 4.bekk að vera 2-3 saman í hóp, og frá miðstigi í allt upp í 5 saman í hóp í hljómsveitum. Eins og er bjóðum við upp á samspil á hefðbundnari dægurlagahljóðfæri: gítar, söng, bassa, ukulele, rafhljóðfæri og trommur.

Þetta árið eru þrjár hljómsveitir í gangi, þar sem áhersla er lögð á frumsamdar lagasmíðar. Samspil er kjörin leið til að efla sköpunarkraftinn og kynnast hljóðfæri sínu á nýjan hátt.

Þetta árið verður sömuleiðis settur meiri fókus á samstarf við listadeildina, og að blanda saman mismunandi skapandi greinum yfir árið. Ýmsir skemmtilegir viðburðir verða tilkynntir á skólaárinu; listasmiðjur, opnir hljómsveitardagar og margt fleira.

Leitast er við að skapa samfellu í skóladeginum hjá nemendum í tónlistarnámi. Nemendum Seyðisfjarðarskóla er því kennt á skólatíma grunnskóladeildar og samkvæmt samkomulagi. Kennslan fer annarsvegar fram í Svarta skóla, kennslustofum Tónlistarskólans, og í Rauða skóla. Hljóðfæranám fer fram jafnt og þétt yfir skólaárið.

Nemendur koma fram á hefðbundnu jóla- og vortónleikahaldi, eftir samkomulagi við sína kennara, og koma með einum eða öðrum hætti að uppsetningu skólaskemmtunar auk ýmissa viðburða yfir skólaárið.

Gjaldskrá sveitarfélagsins gildir fyrir tónlistarnámið, sjá hér:

Gjaldskrá fyrir önnina, skólaárið 2024-2025

Börn

 

Fullt nám

27.283 kr

Hálft nám

22.560 kr

Fullorðnir, 23ja ára og eldri

 

Fullt nám

68.874 kr

Hálft nám

41.564 kr

 

Systkinaafsláttur gildir til og með 23ja ára. Nemandinn í viðamesta náminu greiðir fullt gjald, annar fjölskyldumeðlimur fær 30% afslátt, þriðju 50% og fjórði 70%.

Árgjald hljóðfæraleigu er 7.696 kr.

Hafa má samband á netfangið  gudrun.veturlida@mulathing.is. með fyrirspurnir og óskir um önnur hljóðfæri.

Sækja má um nám HÉR.