Tónlistarskólinn

Tónlistarskólinn er hluti af Listadeild Seyðisfjarðarskóla.

Gott samstarf er milli leik- og grunnskóla- og listadeildar en eðli málsins samkvæmt verður samstarfið þróað og eflt enn frekar í vetur.

Meðal annars er tónlist vegamikill þáttur í almennu námi í grunn og leikskóladeild og tónlistarskólinn hefur aðstöðu í grunnskóladeild.

Veturinn 2018-2019 munu nemendur sem stunda hljóðfæranám fara í tíma á skólatíma eftir því sem kostur er. Einnig fara tímar fram utan skólatíma, en fyrirkomulagið hjá hverjum og einum er ákveðið í sameiningu við alla viðkomandi eftir því hvað hentar best.

Nemendum býðst að nota aðstöðu tónlistarskólans til æfinga en einnig má taka þar upp og vinna í upptökum.

Tónlistarskólinn sér um tónlistarstarf í skólaseli sem og í leikskóladeild. Starfið í skólaseli og í leikskóladeild er hugsað sem kynning fyrir frekara nám barnanna við tónlistarskólann síðar meir og er hluti af föstu námi deildanna og er ekki greitt fyrir það sérstaklega. Það er nýbreytni í starfi tónlistarskólans, að bjóða upp á tónlistarstarf fyrir yngstu nemendurna þeim að kostnaðarlausu.

Opið samspil mun fara fram á hverjum föstudegi kl. 15.30. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt.

 Nám í Tónlistarskólanum

Skólaárið 2018-2019 er boðið upp á fjölbreytt nám í söng, píanó-, gítar-, bassa-, trommu- og málm-, og tréblásturshljóðfæraleik.

Söngkennsla fer fram í þremur tveggja vikna lotum en annað hljóðfæranám fer fram jafnt og þétt yfir skólaárið.

Allir nemendur taka þátt í tónleikum á jólum og að vori auk ýmissa viðburða yfir skólaárið. 

Árni Geir Lárusson kennir á gítar, bassa og trommur.

Benedikt H. Hermannsson kennir á píanó og sér um samspilstíma.

Kristjana Stefánsdóttir kennir söng.

Ida Feltendal kennir á þverflautu.

Bríet Finnsdóttir kennir á fiðlu og víólu auk þess sem hún kennir tónfræði.

 

Skráning í tónlistarskólann fer fram HÉR