Skólaárið 2020-2021 er boðið upp á nám á píanó, söng, blásturshljóðfæri, gítar, rafmagnsgítar, rafbassa, slagverk, raftónlist og eftir möguleikum harmoniku og strengjahljóðfæri. Heilt nám er 60 mín á viku og hálft nám er 30 mín á viku.
Gjaldskrá kaupstaðarins gildir fyrir tónlistarnámið.
Leitast er við að skapa samfellu í skóladeginum hjá nemendum í tónlistarnámi. Nemendum Seyðisfjarðarskóla, grunnskóladeildar er því kennt á skólatíma grunnskóladeildar og samkvæmt samkomulagi. Kennsla fer fram annarsvegar í tónlistarstofunni í Rauða skóla og hinsvegar í kennslustofum í kjallara Gamla skóla.
Söngkennsla fer að hluta til fram í þremur tveggja vikna lotum sem dreifast jafnt yfir árið en hver lota endar á tónleikum. Annað söngnám og hljóðfæranám fer fram jafnt og þétt yfir skólaárið. Allir nemendur koma fram á hefðbundnu jóla- og vortónleikahaldi og koma með einum eða öðrum hætti að uppsetningu skólaskemmtunar auk ýmissa viðburða yfir skólaárið.
Skráning í tónlistarskólann fer fram HÉR