Tónlistarskólinn

Listadeild píanóNám í Tónlistarskólanum

Eftir sameiningu skólanna er tónlistarskólinn nú hluti af Listadeild Seyðisfjarðarskóla. Tónlistarskólinn hefur sína facebooksíðu sem mikilvægt er fyrir nemendur og foreldra að fylgjast með.

Gott samstarf er milli leik- og grunnskóla og listadeildar en eðli málsins samkvæmt verður samstarfið þróað og eflt í vetur. Meðal annars er tónlist vegamikill þáttur í almennu námi í grunn og leikskóladeild og tónlistarskólinn hefur aðstöðu í grunnskóladeild.

Stefnt er að því veturinn 2017-2018 að nemendur sem leggja stund á nám í tónlist fari í sína tónlistartíma á skólatíma. Eftir sem áður geta þeir sem áhuga hafa á fengið leigða aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Steinholti.

Börn sem eru skráð í skólasel fara úr skólaselinu í tónlistartíma.