Heilsueflandi skóli

Seyðisfjarðarskóli leik- og grunnskóladeild tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Í því felst að taka til greiningar og skoðunar, Heilsueflandi skóliásamt því að gera úrbætur, eftirfarandi þætti innan skólanna: Mataræði/tannheilsu, lífsleikni, geðrækt, heimili, nemendur, hreyfingu og öryggi, nærsamfélag og starfsfólk. Undanfarin ár höfum við unnið með mataræði/tannheilsu og hreyfingu og öryggi.

Á skólaárinu 2017-2018 er gert ráð fyrir að vinna með stoðina lífsleikni og verður sjónum m.a. beint að bættum skólabrag, styrkingu sjálfsmyndar barna og jákvæðum samskiptum.

Áætlun heilsueflandi skóla

Nánar um verkefnið á heimasíðu landlæknisembættisins:

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/heilsueflandi_grunnskoli

http://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item30702/Heilsueflandi-leikskoli