Mat í leikskóla

Mat á þroska, árangri og framförum barna er reglubundinn þáttur í leikskólastarfinu Mat í leikskóla

og á sér stað í daglegu starfi með börnunum, í samtali foreldra og kennara og kennara á milli, ásamt formlegum skimunum.

Þroskamat fer fram tvisvar á ári, í október og apríl hjá hverju og einu barni og niðurstöður úr þeim eru ræddar í foreldrasamtölum.

Foreldrasamtöl eru tvisvar á ári, í janúar og í maí. Við lok leikskóla fá foreldrar afhenta ferilmöppu barnsins síns. 

Börn á fimmta aldursári fara öll í mat á hljóðkerfisvitund, Hljóm-2. Börn á þriðja aldursári fara öll í málþroskaskimun, Efi-2 og er það hluti af átaki sem skólar á Austurlandi taka þátt í, átakið nefnist ”Bættur námsárangur” og miðar að snemmtækri íhlutun ef merki eru um málþroskaerfiðleika hjá börnunum.

Sé ástæða til nánara mats er stuðst við fleiri próf og skráningar í leikskólanum. Í samráði við foreldra er leitað eftir frekara mati frá skólaskrifstofu Austurlands ef þörf krefur. 

Upplýsingar um þroska barns er komið á framfæri við umsjónarkennara í grunnskóladeild þegar barnið fer á milli skólastiganna. 

Sjá nánar: Áætlun um innra mat