Foreldrafélag leikskóladeildar

Foreldrafélag
Reglur Foreldrafélags
leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla

1.gr.
Félagið heitir Foreldrafélag leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla, kennitala 561195-2189.

2.gr.
Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum sem kjósa að greiða í félagið. Félagsgjald
er innheimt með leikskólagjaldi mánaðarlega og skal upphæðin ákveðin á aðalfundi félagsins. Gjaldið
rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins.

3.gr.
Markmið félagsins er að stuðla að velferð barna með því að vinna að:
- Aukinni samvinnu foreldra og starsfólks
- Að efla áhrif foreldra við ákvarðanatöku varðandi framkvæmdir og viðhald við leikskólann
- Stjórn tilnefnir fulltrúa félagsins í skólaráð Seyðisfjarðarskóla
- Að stuðla að ánægjulegu og tilbreytingarríkri leikskóladvöl barnanna með skipulagningu
viðburða tengdum leikskólastarfinu

4. gr.
Stjórnin er skipuð foreldrum barna í leikskólanum. Skal kosning stjórnar foreldrafélags fara fram á
aðalfundi í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Stjórnarmönnum er frjálst að
bjóða sig fram aftur. Mikilvægt er að vera í góðu samstarfi við stjórnendur skólans og ber
aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar að starfa með foreldrafélaginu.

5.gr.
Stjórn skal samanstanda af 3 stjórnarmeðlimum og einum varamanni. Stefnt er að því að hver deild
leikskólans eigi fulltrúa foreldra í stjórninni. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann,
gjaldkera og ritara.

6.gr.
Félagsmenn skulu á aðalfundi ræða hlutverk og verkefni félagsins og ræða leiðir að markmiðum
félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir. Stjórn félagsins kemur saman svo oft sem þurfa þykir, en að
jafnaði ekki sjaldnar en mánaðarlega.

7.gr.
Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna
stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan ramma markmiða félagsins og þeirra tilmæla
sem fram koma á aðalfundi.

Reglur þessar voru samþykktar á aðalfundi félagsins haust 2019

 

Aðstoðarskólastjóri er tengiliður leikskóladeildar við stjórn foreldrafélagsins, starfar náið með stjórn að ýmsum verkefnum og fundar með stjórninni að lágmarki 1x á önn.
 
Stjórn foreldrafélags leikskóladeildar 2023-2024 er:
 
Erna Rut Rúnarsdóttir - formaður
Eydís Lind Guðrúnardóttir - ritari
Blazo Lalevic - gjaldkeri
Sigfríð Hallgrímsdóttir - varamaður