Forvarnir gegn einelti
Til þess að koma í veg fyrir einelti þarf virkt og jákvætt samstarf foreldra, kennara og nemenda. Stuðlað er að fræðslu til kennara, foreldra og nemenda og starfsfólk er ávallt vakandi yfir samskiptum. Mikilvægt er að foreldrar séu fræddir um birtingarmyndir eineltis á kynningarfundum á haustin. Starfsfólk skólans fær reglulega fræðslu og umræðu um eineltismál er haldið gangandi.
Skólareglur gegn einelti