Daglegt starf

Húsnæði grunnskóladeildar opnar klukkan 07:50. Fram að kennslu er róleg 

Daglegt starf

stund fyrir þá sem kjósa að mæta. Við, til dæmis, teiknum, litum, lesum, kubbum eða spjöllum.
 
Kennsla hefst klukkan 8:15 á lestarstund í tuttugu mínútur á yngsta og miðstigi
en 
eftir þá stund taka við tímar í fjölmörgum greinum. Á unglingastiginu eru skipulagðar þrjár yndislestrarstundir. Yndislestur er skipulagður til að nemendur okkar fái næði til að njóta lestur sem og efla læsi.
 
Allir nemendur á yngsta og miðstigi fara í útiveru í frímínútum fyrir hádegi og allir nemendur fara í útivist eftir hádegismatinn. Útivera og útikennsla er sjálfsagður hluti af skipulagðri kennslu og starfi í skólanum. Nemendur á yngsta stigi ljúka skóladeginum klukkan 13:40 alla daga, miðstigsnemendur eru til klukkan 14:30 í skólanum en  unglingarnir til klukkan 15:10 tvo daga í viku, annars til 14:30.
Í vetur hefur verið bætt við uppbrotsmínútum milli kennslustunda til að tryggja að nemendur og starfsfólk taki sér regluleg vinnuhlé og til að setja tíma inn á töflu til að ferðast á milli húsa.  

 

Um leyfi nemenda

Við beinum þeim tilmælum til foreldra að ígrunda vel umsóknir um leyfi á skólatíma. Fjarvera frá skóla getur haft neikvæð áhrif á upplifun nemenda af skólagöngunni og slæm áhrif á þá námslega og félagslega. Veturinn 2018 - 2019 eru mjög löng jóla og páskafrí og ágætis haustfrí sem upplagt er að nýta í frí fyrir fjölskylduna.

Mikilvægt er að vera tímanlegur í umsóknum um leyfi.

15. grein laga um grunnskóla nr. 91 frá 2008 segir:

„Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.”

 Í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla höfum við þau viðmið að foreldrar biðja umsjónarkennara um leyfi ef um er að ræða 2-3 daga fjarveru. Ef um lengri tíma er að ræða hafa foreldrar skriflegt samband við skólastjóra  sem getur veitt undanþágu frá skólasókn, en umsjónarkennarar senda námsáætlun með nemandanum í leyfið.

Afar brýnt er að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.

Bæklingur um skólaforðun.