Daglegt starf

Hefðbundinn dagur byrjar klukkan 8:00 á lestarstund í tuttugu mínútur á yngsta og miðstigi en
Daglegt starf
eftir þá stund taka við tímar í fjölmörgum greinum. Á unglingastiginu eru skipulagðar þrjár yndislestrarstundir. Yndislestur er skipulagður til að nemendur okkar fái næði til að njóta lestur sem og efla læsi.
 
Allir nemendur fara í útiveru í frímínútum fyrir hádegi sem og eftir hádegismatinn, en útivera og útikennsla er sjálfsagður hluti af skipulagðri kennslu og starfi í skólanum. Nemendur á yngsta stigi ljúka skóladeginum klukkan tíu mínútur yfir eitt alla daga,miðstigsnemendur eru til klukkan 13:50 í skólanum og unglingarnir til klukkan 14:20.
 
Veturinn 2017-2018 er boðið upp á heimanámstíma á miðvikudögum eftir skóla þá geta nemendur unglingadeildar mætt og fengið stuðning eða aðhald vegna heimanámsins.