Skólasel er lengd viðvera fyrir nemendur í 1.-3. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur klukkan 15:00 virka daga.
Foreldrar greiða fyrir dvöl í Skólaseli samkvæmt gjaldskrá Seyðisfjarðarkaupstaðar. Árið 2019 er mánaðargjaldið 5.870 og 2.552 kr. fyrir nesti. Mögulegt er að kaupa mánuð í senn.
Foreldrar sækja um dvöl fyrir börn sín hér á heimasíðunni.
Í Skólaselinu er leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem börnin fást við ýmis konar þroskandi störf bæði úti og inni. Á meðan veður er gott koma börnin til með að vera sem mest úti. Seinna í vetur færist starfsemin meira inn og stefnt er að því að bjóða upp á tíma í íþróttahúsi og á bókasafni, en ekki er þörf á að mæta með íþróttafatnað og handklæði.
Starfstími Skólaselsins er sá sami og í grunnskóladeild og er það því lokað í jóla- og páskafríum, haust- og vetrarfríum og á öðrum frídögum s.s. á starfsdögum kennara.