28.08.2018
Á mánudagsmorgun 27. ágúst fóru allir nemendur Dvergasteins í útistofuna með það að markmiði að læra umgengni við hana.
Lesa meira
08.08.2018
Nú fer hver að verða síðastur að sækja um í tónlistarskólanum. Í tónlistarskólanum er boðið upp á fjölbreytt nám og reynt að mæta þörfum sem allra flestra. Ungir sem aldnir eru hvattir til að sækja um áður en umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst.
Umsóknareyðublað er á heimasíðu Seyðisfjarðarskóla. Einnig má senda fyrirspurnir á benedikt@skolar.sfk.is.
Lesa meira
07.08.2018
Minnum foreldra og forráðamenn á að nú er byrjað að taka við skráningum í mat, nesti og skólasel hér á heimasíðunni undir grunnskólahnappnum.
Lesa meira
07.08.2018
Listadeild Seyðisfjarðarskóla og LungA héldu saman námskeiðið Tónlistartripp í júlí.
Lesa meira
07.08.2018
Föstudaginn 27. júlí s.l. voru elstu nemendur leikskóladeildar útskrifaðir við hátíðalega athöfn við Seyðisfjarðarkirkju.
Lesa meira
07.06.2018
Nú er þrifið í heimilisfræðistofunni með heimagerðu og náttúrvænu hreingerningarspreyi og þvottaefni þökk sé nemendum á miðstigi sem brugguðu þessi efni fyrr í vor. Uppskiftirnar komu úr bókinni Betra líf án plasts og fylgja hér fyrir áhugasama.
Lesa meira
07.06.2018
Slysavarnafélagið Rán gaf nemendum í 6. bekk hjálma að gjöf eins og gert hefur verið síðustu ár.
Einnig fengu nemendur 1. bekkjar hjálma að gjöf frá Eimskip og Kiwanis sem einnig er árlegt.
Lesa meira
05.06.2018
Skólaslit verða í Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. júní klukkan 18:00
Lesa meira
05.06.2018
Í myndmennt í vor unnu stúlkur í 3-4 b bekk hver til sína grímu sem allar gefa þeim einstakan mátt sem þeim vantar eða þær sækjast eftir.
Hér má sjá eftirfarandi hetjur: Svandís (hetja vatnsins, ræður hvenær hún fer í bað og er alltaf hrein), Stjörnustjarna (hetja jákvæðni og gleði), Bleikan (hetja lofts, flýgur og hreyfir hluti með hugarafli), Lukka (hetja heppninnar), El Drana (Hetja eldsins).
Lesa meira
31.05.2018
Bæjarstjórinn fékk heimsókn frá 1. og 2. bekkingum í Seyðisfjarðarskóla í morgun. Þau óskuðu eftir fundi með bæjarstjóra til að vekja athygli hans á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina.
Lesa meira