Myndir frá Menningarmóti

Menningarmótsverkefnið er kennsluverkefni. Meginmarkmið verkefnisins er að nemendur styrki sjálfsmynd sína, hugsi sjálfir um styrkleika sína og áhugasvið og hvað þeim er mikilvægt. Verkefnið er samstarfsverkefni deilda skólans, mikilvægur liður í að vinna með líðan og sjálfstraust nemenda okkar og tækifæri til að sýna fram á og viðurkenna styrkleika okkar sem fjölmenningarlegt skólasamfélag. 
Verkefnið æfir alla í að bera virðingu fyrir eigin skoðun og skoðunum annarra, styrkleikum og persónulegri menningu hvers og eins, og við kynnumst öll betur og tengjumst. 
Nemendur æfa hugrekki og skapandi vinnubrögð, tjáningu, framsetningu upplýsinga og svona mætti lengi telja.

Áhugaverður vefur Menningarmótsins  er á menningarmót.is, en Kristín R Vilhjálmsdóttir er höfundur verkefnisins og hefur verið okkar stoð og stytta í framkvæmdinni í ár.  

Hér má sjá myndir sem teknar voru á Menningarmótinu síðastliðinn föstudag.