Litlu jólin í Seyðisfjarðarskóla

Dansað í kring um jólatréð á litlu jólunum í leikskóaldeild
Dansað í kring um jólatréð á litlu jólunum í leikskóaldeild

Litlu jólin í Seyðisfjarðarskóla voru haldin hátíðleg á leik- og grunnskóladeild í dag.

Nemendur og kennarar fengu hangikjöt og tilheyrandi meðlæti í hádegismat, við sungum og dönsuðum í kring um jólatréð og fengum góða rauðklædda gesti í heimsókn.

Leikskóladeild er opin á milli hátíða en starf með nemendum í leikskóladeild hefst aftur 6.janúar samkvæmt stundaskrá.

Gleðileg jól kæru nemendur og forráðamenn. 


Athugasemdir