Skólaþing Seyðisfjarðarskóla

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla

Í Herðubreið þriðjudaginn 9. október kl 17:30-20:00

 Samfélagið kemur saman og ræðir mikilvæg málefni tengd skólanum, hvað gengur vel, hvað mætti betur fara og framtíðarsýn okkar allra.

 Foreldrar, nemendur, kennarar og aðrir áhugasamir um skólastarfið eru hvattir til að mæta og koma sínum skoðunum á framfæri.

 Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi, hönnuður, tónlistarmaður og staðarhaldari Havarí á Karlsstöðum í Berufirði er gestur þingsins og heldur erindi fyrir gesti.

Sjáumst í Herðubreið 9. október kl. 17.30!


Athugasemdir