Fréttir

Miðvikudaginn 17. okt. komu fulltrúar Brunavarna Austurlands í heimsókn til Kisuhóps í leikskóladeild.

Þeir kynntu fyrir hópnum verkefnið um Loga og Glóð en það er forvarnaverkefni þar sem tvíburarnir Logi og Glóð kenna börnum og foreldrum um mikilvægi eldvarna. Heimsóknin var bæði skemmtileg og fræðandi.
Lesa meira

Heimsókn frá Slysavarnadeildinni Rán

Í morgun komu þær Solla og Fríða og afhentu 1. og 2. bekk endurskinsvesti og 3.til 10. bekk ásamt starfsfólki, endurskinsmerki.
Lesa meira

Nemendur í 2. bekk áttu góða stund í heimilisfræði í gær þar sem þau lögðu fram krafta sína í skólamötuneytinu.

Hún Ragga okkar útdeildi verkefnum og skýrði fyrir þeim hvernig skólaeldhúsið virkaði.
Lesa meira

Dagar myrkurs

Í dag skreyttu nemendur 5. -7. bekkjar stofurnar sínar í tilefni Hrekkjavöku og daga myrkurs
Lesa meira

Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason kom í heimsókn í gær

Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason kom í heimsókn í gær með frábært námskeið á vegum BRAS og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
Lesa meira

Sýning á myndverkum 1. bekkjar

Í andyrir rauða skóla má nú líta verk sem nemendur í 1. bekk hafa unnið í myndmennt það sem af er önninni. Allir eru velkomnir að líta við, á skólatíma eða á opnunartíma bókasafnsins.
Lesa meira

Nemendur í 5. bekk heimsóttu sýninguna Allskonar landslag í Skaftfelli í september.

Þar kynntust þau verkum Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaugs Scheving.
Lesa meira

Dans fyrir alla

Í morgun fengum við heimsókn frá Dansgarðinum sem sýndi og kynnti dans fyrir nemendum í grunnskóladeild.
Lesa meira

Bleiki dagurinn er á morgun

Nemendaráð grunnskóladeildar mælist til að nemendur og starfsfólk mæti í bleiku á morgun föstudag.
Lesa meira