Vegna slæmrar veðurspár á morgun viljum við minna á reglur okkar sem eru í gildi ef óveður skellur á.
Óveður
Starfsfólk skólans mætir til vinnu hvernig sem viðrar nema Almannavarnanefnd hafi mælst til þess að fólk sé ekki á ferli. Telji foreldrar veður viðsjált, halda þeir börnum sínum heima og tilkynna það til skólans, því þeirra er ábyrgðin. Foreldrar skulu fylgja yngstu börnunum inn í skólann í slæmum veðrum og sækja þau er skóla lýkur. Sé veður viðsjált munu starfsmenn hafa samband við heimili þeirra nemenda sem ekki eru í skólanum og hafa ekki tilkynnt fjarvist. Tilkynntar fjarvistir vegna veðurs eru skráðar sem leyfi, aðrar sem óheimilar fjarvistir.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00