Charles Ross kennir tónlist á vorönn í lotum

Charles Ross kennir tónlist á vorönn í lotum

Tónlistarskólanum hefur borist aukin liðsstyrkur og mun Charles Ross kenna tónlist á vorönn í lotum. Charles getur kennt á öll strengjahljóðfæri, m.a. mandolin og banjo og ýmislegt fleira.

Charles þekkja margir. Hann er tónlistarmaður, tónskáld og tónlistarkennari. Hans sérsvið er þjóðháttatónlist. Charles er fæddur í Bretlandi, ólst upp í Skotlandi en hefur búið á Austurlandi síðan 1986. Hann starfar bæði á Eiðum og Fáskrúðsfirði. Hann semur tónlist og leikur hana með ýmsu hljómsveitum og hópum, m.a. nútímahljómsveitinni Stelk. Hann, ásamt Suncana Slamnig, ráku saman tónlistarsumarbúðir á Eiðum í sex ár. 

Við stefnum á að hann komi fjórum sinnum á næstu önn, í viku í senn. Fyrstu tvær loturnar verða 27.-31. jan og 2.-6. mars. 

Við hvetjum ykkur til að nota tækifærið til að læra hjá Charles og tökum á móti skráningum hérna: https://seydisfjardarskoli.sfk.is/is/moya/formbuilder/index/index/umsokn-i-tonlistarskola

 

Takk, Tinna


Athugasemdir