Fréttir

Olíumálun

Námskeið fyrir 16 ára og eldri
Lesa meira

Skáknámskeið

Í vikunni var boðið upp á skáknámskeið fyrir alla nemendur grunnskóladeildar. Kennari var Birkir Karl Sigurðsson en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák ásamt því að vera margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Námskeiðið heppnaðist gríðarlega vel og voru nemendur sérlega áhugasamir.
Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur í Seyðisfjarðarskóla

Dagur stærðfræðinnar haldinn hátíðlegur í Seyðisfjarðarskóla
Lesa meira

Bekkjarblað 7. og 8. bekkjar

Í upplýsingamennt í vetur hafa nemendur 7. og 8. bekkjar unnið að því að útbúa skólablað. Afraksturinn má sjá hér.
Lesa meira

Myndlist í 4. bekk

Skálar innblásnar af verkum Henri Matisse. Útkoman varð hin glæsilegasta og ansi spennandi líka þar sem þau fengu að sprengja blöðruna sem notuð var til að móta skálina með. Sjá vídeó.
Lesa meira

Tannverndarvika 3. - 7. febrúar, SÚRAR TENNUR.

Vikan 3. -7. febrúar er tannverndarvika. Haft er eftir Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur, formanni Tannlæknafélags Íslands, að tannlæknum þyki mjög alvarlegt að markaðssetningin á orku- og íþróttadrykkjum sé svo röng. „Hvað varðar glerungseyðingu tanna þá eru sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og sykraðir drykkir.“
Lesa meira

Kóræfingar hefjast aftur eftir áramót – þriðjudaga kl. 15:00

Á morgun hefjast kóræfingar aftur. Æfingarnar færast yfir á þriðjudaga en á sama tíma kl. 15:00-16:00. Sungin verða íslensk lög og allir frá 1. til 10. bekkjar eru velkomnir. Þátttaka í kórnum er nemendum að kostnaðarlausu. Kórstjóri er sem fyrrr Rusa Petriashvili.
Lesa meira

Í dag buðu nokkrir vaskir drengir í grunnskóladeild Þorra velkominn af fornum sið.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skyldi bjóða þorra velkomin með eftirfarandi hætti: ... með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.
Lesa meira

Frá Mentor

Fjölskylduvefur Mentor liggur niðri. Unnið er að viðgerð.
Lesa meira

Hreyfidagur

Í dag er hreyfidagur hjá okkur í grunnskóladeildinni. Nemendur völdu að fara í jóga, boccia, gönguferð, dansa eða fara í ræktina (unglingastigið). Hressandi eftir (mögulega) kyrrsetu jólanna.
Lesa meira