Bókaverðlaun barnanna

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins.

Kosningin fer fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Krakkarnir geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. 

Að þessu sinni var það Tryggvi Hrafn Ingvason sem var svo heppinn að fá verðlaunin frá Bókasafni Seyðisfjarðar.


Athugasemdir