Downs dagurinn

Alþjóðadagur Downs-heilkennis var í gær sunnudag 21. mars, Krakkarnir á miðstiginu skelltu sér í ósamstæða sokka að því tilefni
 
Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri Alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu.
Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni verður til við auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.
Einkunnarorð alþjóðlega Downsdagsins í ár er ,,Connect” með vísan í m.a. hvernig við virkjum, styrkjum og viðhöldum samskiptum og tengslum á tímum covid og samkomutakmarkana. Nýtum tækifærið í aðstæðunum og hugsum nýjar leiðir með einstaklingum með Downs-heilkenni og gætum að því að enginn búi við skert eða takmörkuð samskipti á meðan við gætum okkar enn og pössum upp á smitvarnir. Það eru stöðug tækifæri allt í kring og oft er tæknin okkar besti vinur í aðstæðum sem þessum og verum óhrædd við að prófa okkur áfram svo fólkið okkar finni statt og stöðugt að það tilheyri.
 

Athugasemdir