Fréttir

Hreyfidagur

Í dag er hreyfidagur hjá okkur í grunnskóladeildinni. Nemendur völdu að fara í jóga, boccia, gönguferð, dansa eða fara í ræktina (unglingastigið). Hressandi eftir (mögulega) kyrrsetu jólanna.
Lesa meira

Charles Ross kennir tónlist á vorönn í lotum

Tónlistarskólanum hefur borist aukin liðsstyrkur og mun Charles Ross kenna tónlist á vorönn í lotum. Charles getur kennt á öll strengjahljóðfæri, m.a. mandolin og banjo og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Litlujóla undirbúningur í grunnskóladeild

Hjá okkur hefur skapast sú skemmtilega hefð að nemendur á unglingastigi leggja gjörva hönd á undirbúning litlu jólanna.
Lesa meira

Frá skólastjóra Seyðisfjarðarskóla

Kæru foreldrar Það er gleðiefni að segja frá því að mönnun í leikskóladeild hefur tekist vonum framar og við siglum inn í nýtt ár í öryggi um að á leikskóladeildinni er núna og verður eftir áramót nægilega mikill og góður mannskapur til að við getum haldið úti öflugu faglegu starfi á öllum deildum.
Lesa meira

Óveður? - 11.desember 2019

Skólinn (leikskóladeild, grunnskóladeild og listadeild) er opinn í dag 11.desember. Foreldrar meta hvort börn þeirra mæta, foreldrar fylgja yngstu börnunum og sækja þau ef veðrið er vont. Foreldrar tilkynna um fjarveru nemenda. Tónleikum 11.des er hins vegar frestað.
Lesa meira

TÓNLEIKAR FRESTAST TIL 13. des. Jólatónleikar Tónlistarskólans/The Music School Christmas Concert

Tónlistarskólinn mun halda tvenna tónleika föstudaginn 13. desember í Seyðisfjarðarkirkju. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og seinni kl. 17:30. The music school will host two concerts on friday, December 13, in the Church of Seyðisfjörður. The first concert begins at 16.00 and the second at. 17.30.
Lesa meira

Óveður

Vegna slæmrar veðurspár á morgun viljum við minna á reglur okkar sem eru í gildi ef óveður skellur á.
Lesa meira

Smiðjur fyrir 1.-4. bekk

Þann 20. nóvember fengu nemendur í 1.-4. bekk frí frá hefðbundu námi.
Lesa meira

Olweusardagurinn

Olweusardagurinn gegn einelti var haldinn í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla fimmtudaginn 21.nóvember. Nemendur unnu með vináttuna og hvernig góður vinur er. Síðan gengu þeir í nokkur fyrirtæki og stofnanir í bænum og gáfu plaköt með skilgreiningum sínum á góðum vin.
Lesa meira