27.11.2019
Þann 20. nóvember fengu nemendur í 1.-4. bekk frí frá hefðbundu námi.
Lesa meira
22.11.2019
Olweusardagurinn gegn einelti var haldinn í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla fimmtudaginn 21.nóvember. Nemendur unnu með vináttuna og hvernig góður vinur er. Síðan gengu þeir í nokkur fyrirtæki og stofnanir í bænum og gáfu plaköt með skilgreiningum sínum á góðum vin.
Lesa meira
19.11.2019
Í tilefni Dags íslenskrar tungu og þess að nú er Stóra upplestrarkeppnin að hefjast fóru nemendur í 7. bekk í heimsókn yfir í leikskóladeildina í gær. Þar lásu þeir bæði undirbúinn og óundirbúinn texta fyrir börnin á leikskóladeild (sjá myndir)
Lesa meira
19.11.2019
Í skólaselinu er lögð áhersla á frjálsan leik bæði úti og inni og svo er alltaf gott að fá heitt kakó og ostabrauð út á skólalóðina
Lesa meira
18.11.2019
Miðvikudaginn 20. nóv munu nemendur sem eru að læra á stengjahljóðfæri halda stutta tónleika í Seyðisfjarðarkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 og eru búnir kl. 18.00. Fram koma þrír nemendur og spila alls fimm lög. Allir velkomnir!
Lesa meira
07.11.2019
Í morgun héldu nemendur unglingastigsins til Reykjavíkur til að taka þátt í Legó keppninni – First Lego League sem haldin verður í Háskólabíói laugardaginn 9. nóvember.
Lesa meira
06.11.2019
Seyðisfjarðarskóli óskar eftir áhugasömum leikskólakennurum og tónlistarkennara.
Lesa meira
04.11.2019
Á föstudaginn byrjar félagsmiðstöð fyrir alla sem eru í 5. -7.bekk. Eldri krakkar í grunnskólanum eru líka velkomnir - og endilega verið með.
Lesa meira
04.11.2019
Seyðisfjarðarskóli hefur gert þjónustusamning við fyrirtækið Tröppu um þjónustu talmeinafræðings fyrir börn í sveitarfélaginu.
Lesa meira