03.04.2020
8. bekkur hafði það sem heimavinnu að gera það sem við höfum kallað gosabréf.
Lesa meira
16.03.2020
Hér má finna bréf til foreldra í leikskóladeild vegna breyttra starfshátta í leikskóladeild sem og bréf til foreldra í grunnskóladeild vegna breyttra starfshátta vegna áhrifa neyðarstigs COVID 19 á skólastarfið. Eins má nálgast áætlun fyrir þessar deildir í heild sinni fyrir skólann í viðbragðsáætlun.
Lesa meira
13.03.2020
Ákveðið hefur verið að mánudagurinn n.k., 16.mars verði starfsdagur í Seyðisfjarðarskóla
til þess að stjórnendur og starfsmenn í grunnskóladeild, leikskóladeild og listadeild geti
skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkun um skólahald næstu 4 vikurnar nær til.
Nemendum er því gert að vera heima á mánudaginn.
Foreldrar í Seyðisfjarðarskóla eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu
um helgina og á mánudaginn m.a. með tölvupósti, á heimasíðu okkar og heimasíðu sveitarfélagsins.
Kær kveðja
Svandís skólastjóri
Lesa meira
13.03.2020
Föstudaginn 13.mars stóð yngsta stig fyrir skemmtilegum sal. Þökkum þeim foreldrum sem komu kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
12.03.2020
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, heimsótti allar deildir Seyðisfjarðarskóla fimmtudaginn 12. mars. Með henni í för voru tveir starfsmenn embættisins og kynntu þau sér starfsemi allra deilda skólans og spjölluðu við nemendur ásamt því að kynna fyrir þeim hlutverk sín.
Lesa meira
25.02.2020
Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram á sal föstudaginn 21. febrúar. Nemendur 7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Gabríel Daníelsson og Eloise Rakel Rúnarsdóttir yrðu fulltrúar Seyðisfjarðarskóla á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Egilsstaðaskóla þann 12. mars nk. Varamaður var valinn Bjarki Nóel Brynjarsson.
Til hamingju með flottan upplestur allir 7. bekkingar.
Lesa meira
21.02.2020
Stóra upplestrarkeppnin hjá 7.bekk í Seyðisfjarðarskóla verður haldin í hátíðarsalnum í Herðubreið, föstudaginn 21. febrúar næstkomandi kl. 13:00.
Lesa meira
18.02.2020
Í Heilsueflandi samfélagi er lögð áhersla á mikilvægi þess að brúa bil á milli kynslóða og hópa innan samfélagsins. Gaman er að segja frá því að í Seyðisfjarðarskóla, semer heilsueflandi skóli, er mikið af frábærum verkefnum sem bjóða hvoru tveggja upp á samstarf og samveru kynslóðanna.
Lesa meira
18.02.2020
Í upplýsingamennt á miðstigi hafa nemendur verið að vinna í tölvuleiknum Minecraft
Lesa meira