Nú styttist i skólaskemmtunina okkar sem verður samkvæmt plani á fimmtudaginn í bíósal Herðubreiðar. Til að framfylgja covid takmörkunum ætlum við þó að tvískipta skemmtuninni; 1. - 4. bekkur ásamt elsta árgangi leikskólans verður með sín atriði kl. 17 og 5. -10. bekkur með sín atriði kl. 18.00. Við munum skrá niður nöfn gesta og símanúmer við innganginn og alliir 16 ára og eldri eiga að vera með grímur á meðan á sýningum stendur. Við viljum því biðja fólk um að mæta tímanlega svo sýningarnar geti hafist á réttum tíma.
Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri.
Vakin er athygli á því að samhliða skemmtuninni verður sýning í sýningarrými Herðubreiðar á verkum nemenda sem þeir hafa unnið í vetur hjá list- og verkgreinakennurum.
Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn,
starfsfólk Seyðisfjarðarskóla
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45