Farsæld barna

 

Farsæld barna

 

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, einnig þekkt sem farsældarlög. Markmið laganna er að tryggja snemmtæka íhlutun og tryggja samvinnu allra sem koma að velferð barna, fækka alvarlegum málum og bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Lögin ná til allrar þjónustu sem veitt er innan skóla- og heilbrigðiskerfisins, auk félagsþjónustu og lögreglu.
Samkvæmt lögunum bera aðilar sem koma að málefnum barna ábyrgð á að:
  • Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra, og meta hvort þörf sé á þjónustu.
  • Bregðast við þegar þörf er á þjónustu, á skilvirkan hátt.
  • Hafa samráð sín á milli til að tryggja samfellu og samþættingu þjónustu í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Stigskipting þjónustunnar:
  1. Fyrsta stig: Almennur snemmtækur stuðningur fyrir öll börn og foreldra. Þetta stig er nýjung í lögunum og felur í sér stærstu breytinguna á kerfinu.
  2. Annað stig: Markvissari einstaklingsþjónusta, eins og liðveisla eða barnaverndarúrræði.
  3. Þriðja stig: Sérhæfð þjónusta, eins og þung barnaverndarúrræði eða innlögn.
Nánari upplýsingar um farsæld barna er að finna á vefnum Farsæld barna og vef Barna- og fjölskyldustofu
 
Tengiliður leikskóladeildar: Þórunn Hrund Óladóttir (Þórunn Óladóttir)
Tengiliður grunnskóladeildar: Svava Lárusdóttir (Svava Lárusdóttir)